Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 130
128
ANDRÉ COURMONT
ANDVARI
Brél þau frá André Courmont til GuSmundar Finnbogasonar, sem birt
verða hér á eftir, voru rituð á tímabilinu 12.8. 1913 til 17. 1. 1916. Þau eru
öll skrifuð á íslenzku nema bréfið 23. október 1915, þar stýrði systir hans
pennanum, en systir mín Guðrún, er um getur nokkurra mánaða garnla í bréfinu,
hefur snarað því á íslenzku.
Bréfin eru hér birt að kalla í einu og öllu eins og Courmont gekk frá
þeim, staf- og merkjasetningu bans fylgt og málfari í engu breytt, svo að
menn fái séð til fulls tök þessa franska manns á íslenzkri tungu.
Bréfin eru glögg beimild um það ástfóstur, er hann tók við allt það, er
íslenzkt var, hvort heldur það voru fjöllin á Fróni, fólkið eða málið, sem það
talaði. Stríðið og herþjónustan með öllum sínurn ömurleik leggjast þungt á
hann, þótt hann reyni að harka af og láti ekki sinn hlut eftir liggja, þegar
á hólminn er komið. Lestur íslenzkra rita og sífelld hugsun um Island halda
á sinn hátt í honum lífinu, og fyrirlestur, er hann flutti um landið eitt sinn
í París, verður honum „glaður sólskinsblettur í svarta herlífinu". Vonin um að
komast um síðir aftur til Islands vakir stöðugt í vitund hans og speglast fagur-
lega í þessum orðurn seinasta hréfs hans til Guðmundar Finnhogasonar 17.
janúar 1916, þar senr hann segir: ,,Eg sje í huganum hvar Rauðará er; ó þú
sæli maður! Skipið mitt er komið manndrápsbyl, og ég hefi velkst í marga
daga; hvenær fer að batna, og á ég að lifa sólskinsdagana senr á eftir koma?“
André Courmont varð að ósk sinni, hann komst ári síðar á nýjan leik til
Islands og lifði þar enn marga sólskinsdaga.
En frá þeim dögum segir ekki hér, nema að því leyti, sem vér sjáum
hilla undir þá í eftirfarandi bréfum hans frá árunum 1913—16.
F. G.
92 Av du Bac 12ta Ág 1913
La-Varcnne St. 1 lilaire
Kæri Guðmundur!
Fyrstu prófarkirnar voru komnar þegar
jeg kom heim; jeg er nú búinn að leið-
rjetta þær og afhenda Alcan! þær voru
yfirleitt óvanalega góðar og vandaðar.
Aðrar verða sendar innan skamms og
bókin kcmur út í Oktober-mánuði. Alcan
þykir bókin ágæt, djúp og þó ljett og
skemtileg; sagðist ekki vera í efa um að
hún mundi seljast vcl.
Engar frjettir hafa borist mjer síöan
jeg fór frá Islandi; jeg er á nálum
urn ýmislegt smávegis: Rectorsembættið,
launahækkunina og eina vissa grein í fjár-
aukalögum. En hvað það er sárt að fara
burt frá vinum og öllu sínu gamla lífi, að
vera í nýum heimi og vita ekkert til þessa
alls, til þess garnla! Skrifaðu mjer, góði,
ef að þú hefir þrek til!
Jeg er ekki án vonar að fá að vcra
i Ministére de la Guerre; svo gæti jeg
unnið og undirbúið framtíðina, en fylgdi