Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 183
ANDVAHI
BRÉF TIL FINNS MAGNÚSSONAR
181
ill norðanlands á næstliðnu vori, nema
í Þingcvjarsýslu, og unglambadauði ákaf-
ur. Gras tók mjög seint að spretta, en
heyjafcngur hefði þó að lokum orðið í
góðu meðallagi víða (sumstaðar þó minni),
ef nýting hefði heymegni samboðið.
Þessir hafa nafnkenndir á árinu dáið,
cftir sem heyrt hefi: Þorsteinn Jónsson,
gamall stúdent og merkisbóndi á Húscy
í Skagafirði. Hjalti Jónsson prófastur
á Stað í Steingrímsfirði. Guðmundur
Skaftason prestur til Berufjarðar. Þor-
stcinn Jónsson kapellán til Klifstaðar í
Loðmundarfirði. Gísli Brynjúlfsson Dr. og
prestur að Hólmum, tjáist drukknað hafa
á sundi, þá hann vildi ná skipi, er flaut
frá landi. Einar Hjaltason prestur á Þór-
oddsstað í Kinn, nýbúinn að resignera,
hálfníræður, þrígiftur frá fjórgiftri ekkju.
Snæbjörn Bjömsson prestur í Vestmanna-
eyjum. Sigurður Pétursson sýslumaður í
Revkjavík og Árni Jónsson í Keflavík,
fyrrum höndlari, oeconomus og svo frv.
— Barnadauði hefir víða hér á landi mik-
ill verið á þessu og næstliðnu ári.
Hvað conferenzráði M. Stephensen
verður ágengt sér til forsvars móti sínum
mótpörtum, er oss hér í Norðurlandi
hulinn helgidómur, en mælt cr, að hann
þykist í kreppu staddur.
Að eg ekki mæði yður lengur með
rugli þessu, enda eg það með forláts-
bón og farsældar óskum yður og yðar
húsi til handa og vil með ánægju finnast
jafnan
yðar þénustuskyldugur
vinur og þénari
Hallgrímur Jónsson.
Sveinsstöðum þann 6ta aug. 1828.
Hávelbomi herra prófessor!
Yðar háttvirta elskulega tilskrif af 17.
maí þ. á. samt því meðfylgjandi bækur,
nl. Skírnir, Mynsters Prédikanir og þau
mig áður vantandi Félagsrit, Jiakka eg
hér mcð ástsamlega skyldugast. En það
þykir mér á vanta, að þér tilgreinið ekki,
livort Félagsritin eru að gjöf frá Bók-
menntafélaginu eða ekki, hvað eg auð-
mjúkast vildi biðja yður gefa mér vissu
um síðar, ef eg tóri, skal eg þá betala þau,
ef félagið þess æskir. Sömuleiðis þakka
eg yður einnig fyrir yðar góðvildarsömu
umsýslun minna vegna við ncfnt félag
að fá mig útnefndan til þess bréflegs
félaga, enda þótt eg hvorki finni mig
þcss heiðurs maklegan né viti skyldu nrína
aftur á móti, því um þess kyns meðlimi
félagsins minnir mig, að lög þess séu fá-
orð.
Gott þykir mér yðar ástríka fyrirheit
um Fleischers bók og Balles Prédikanir
(en Liebenbergs voru eiginlega þær, er eg
tilmæltist, að mig minnir) að ári, ef tóri,
svo á þeim þurfi að halda, en þá vildi
eg undireins biðja yður láta mig vita,
hvað mikið eg verð yður fyrir þær skvld-
ugur.
Eg fyrirverð mig að þiggja fyrir ófor-
þént af yður svo margar bækur, sem þér
mér árlega að gjöf sendið, þar eg er svo
óduglegur að útvega yður það þér til-
mælizt, hversu feginn sem eg vildi það
með ánægju gjört hafa, þar eg á nú
ekkert þess háttar sjálfur framar, þríf því
í ráðaþroti Annála skræðu frá árinu 1200
til 1718, hvar aftan við er annað styttra
annálabrot frá 1728 til 1731, og Frásögn
Helga prests á Húsafelli um Þórisdal,