Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 191
ANDVARI
BRÉF TIL FINNS MAGNÚSSONAR
189
yður — eg man ekki hvort heldur í vetur
með póstskipi um leið og cg sendi yður
fáeina kveðlinga cftir Níels skáld, eða
fyrri — og bað yður segja mér yðar áfornr
í þessu efni, því hefði hún átt að útgefast
á prent, hefði eg viljað hreinskrifa hana
á ný, því ýmislegu smávegis hefi eg
síðan getað ráðaukið, og jafnvel sumt lag-
fært, er áður ei vissi að lagfærast þurfti,
en til þessa þarf tíma nokkurn. Þó gæti
eg t. d., vissi eg yðar vilja og áform í þcssu
efni með póstskipi í haust, afskrifað bækl-
inginn í vetur, ef guð unnir mér lífs og
heilsu, svo eg þá gæti sent yður hann
með fyrstu skipum héðan frá landi að
sumri. Skyldi ráðlegt þykja að láta
subscriptions plan útganga, gjöri eg mér
vissa von um þó nokkra subscribenta hér
í sýslu, og það jafnvel meðal ólærðra.
Víðar er mér ókunnugt að mestu.
Undarlegt er, að heimili mitt í Skírni
stendur aldrei við sama og aldrei það
rétta. Stundum heitir það á Leysingja-
stöðum, stundum á Silfrastöðum, en á
Sveinsstöðum hefi eg þó alltjafnt verið
— síðan félagið virti mig þeirrar æru að
nefna mig sinn bréfligan lim, og þar er eg
enn. Hvort það er lagfært í síðasta ár-
ganginum, veit eg ekki, eg hefi hann ekki
enn nú séð.
Eg er nú svo yfirkominn af veikindum,
er hér hafa gengið, að eg get nú varla
uppi setið að skrifa línur þessar, og svo
hefi eg verið um vikutíma, sem mér er
því skaÖlegra sem eg er vinnumannslaus
þetta ár, og rnæta nú þessu um líklegasta
bjargræðistíma. En um læknir í þessari
sýslu er ckki að tala, svo þó kólera hefði
komið, hefði hver einn mátt t'erða henn-
ar herfang þess vegna. Óskandi væri, að
Landþinganefndin fyrir Island gæti ráðið
nokkra bót á svo bagalegum skorti í ýms-
um sýslum vors strjálbyggða hólma.
Með auðmjúkri undirgefni og skyld-
ugri þakklátsemi fyrir margþegnar vel-
gjörðir vil finnast
yðar hávelborinheita
þénustuskyldugur og
elskandi vinur
Hallgrímur Jónsson.
Sveinsstöðum, 8. ágúst 1834.
Idæstvirti herra prófessor!
Auðmjúklega og ástsamlega skyldug-
ast þakka eg yÖur hér með háttvirt bréf
af 22. maí þ. á. samt meðfylgjandi Skírni.
Hvað viðvíkur yðar fyrra bréfi, er eg ei
hafði fengið þá eg skrifaði yður í fyrra, þá
fékk eg það fám dögum síðar, hvað eg hér
með einnig skyldugast þakka.
Ekki þótti mér betur, að þér ekki urðuð
embættismaður Bókmenntafélagsins. Eg
hefi komið uppá við biskup okkar, að eg
fengi hans vilja og aðstoÖ að koma bækl-
ingnum á framfæri til prentunar, en
hann taldi tormerki á, að bókin mundi
útganga, þó prentuð yrði, hvað mig grun-
ar þó — ef ekki spillist því meir árferði —
að ei rnundi þurfa að óttast. I lvernig
mundi vcra að skrifa kammerjúnk Hoppe
frænda að promovera bæklinginn? Eg
held hann hefði vilja á því, ef hann hefði
annars nokkuð að segja í því tilliti. En
hvernig senr þetta snýst, hvort hcldur eg
hugsaði til að bókin yrði prentuð hér í
landi eða í Khöfn, cða það verður nokk-
urntíma eður aldrei um mína daga, þurfið
þér þó ekki að senda það exemplar, sem
hjá yður er, ef ei mæta óvænt óhöpp mínu