Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 145

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 145
ANDVAHI HUGUR OG HEIMUR GUtíMUNDAR FINNBOGASONAR 143 sem ýmist eru líkamlegar eða þáttur í umhverfinu. Maður, er misst hefur hönd af slysförum, veit að sjálfsögðu, hvernig hönd er hreyfð, en það nægir ekki, ef höndina sjálfa vantar. Höfundur lýsir því, hvernig hreyfingar verða að venju og oss verður kleift að hreyfa oss án umhugsunar. Er vér göngum, hugsum vér ekki: Nú færi ég vinstri fót fram á við og flyt þunga líkamans yfir á hann og færi síðan hægri fót fram. Gangurinn er ómeðvitaður, enda værum vér harla máttvana, ef vér þyrftum að hugsa sérhverja hreyfingu líkamans út í æsar. I lok kaflans víkur Guðmundur að frelsi viljans. Ekki er að orðlengja, að Guðmundur tekur eindregna afstöðu með frelsi viljans, enda er það í sam- ræmi við skoðun hans á nauðhyggjunni í 6. kafla. 011 umgengni vor við aðra rniðast við, að hegðun þeirra geti verið önnur en hún er. Vér dæmum hinn hug- prúða eftir hugprýðinni og hinn lata eftir letinni. Vér trúum því ekki, að Þor- geir Hávarsson hafi verið skilyrtur af undarlegum heilafrumum, þegar hann hékk á greininni í Hornhjargi. Guðmundur segir í 7. kafla, að hann sæki mikið af skoðunum sínum til bandaríska sálfræðingsins William James (1842—1910), er reit jöfnum höndum um sálarfræði og heimspeki. Framan af ævi lagði James einkum stund á sálar- fræði, en gerðist síðar einn af helztu frumkvöðlum nytjastefnunnar svonefndu. 1 næsta kafla er fjallað um tengsl meðvitundar og líkama. Fylgir Guð- mundur þar heimspekingnum Henri Bergson að málum. Bergson var áhrifa- mestur franskra heimspekinga á fyrri hluta aldarinnar. Hann er talinn síð- astur í röð hinna miklu frumspekinga, en nú er mjög í tízku meðal heim- spekinga, einkum engilsaxneskra, að vera andvígur allri frumspeki. Guð- mundur hlýddi á fyrirlestra Bergsons hálfan annan vetur í París og dáði hann mikið: „. . . . með honum virðast komin ný vegamót á leiðum heimspekinnar" (120. bls.). Bergson hafði mikil áhrif í heimalandi sínu, en lítil utan þess. Þó er talið, að William James hafði orðið fyrir verulegum áhrifum frá Bergson. Bertrand Russell gerir lítið úr Bergson í heimspekisögu sinni og hæðist að honurn og kenningum hans, sem eru allmjög blandaðar dulrænu (sbr. History of Western Philosophy 756.-765. bls.). Athugum nú kenningu Guðmundar, sem liann hefur frá Bergson, um meðvitundina. Þegar vér opnum augun og skyggnumst um, sjáum vér um- heiminn. Ef vér lokum augunum, hverfur umheimurinn sýnum, en eigi að síður erum vér sannfærð um, að hann sé til, þó að vér skynjum hann ekki. Vitundarfyrirbærin eiga sér því orsök, að hluta, utan vitundarinnar. En hver er munurinn á myndinni, er blasir við, þegar ég opna augun, og skynjun minni á myndinni? Svarið er:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.