Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 28
26
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN
ANDVAIÍI
bezt hentaði, og mun fátt hafa farih fram hjá honum. Hann hafði fáar
kýr, en fjölda af hestum, og fé á fóðrunr mun aldrei liafa verið undir
fimm, sex hundruðum, enda þrjú hundruð ær í kvíum. Var mikið verk
að gæta þeirra, en smali hans var ekki síður glöggur og natinn við fjár-
gæzluna en hann reyndist síðar á ævinni við söfnun og varðveizlu hvers
konar íslenzkra hlaða og hóka. Smalinn var hinn nafnkunni og fjölvísi bóka-
maður Helgi Tryggvason, en með smalanum og Ásgeiri tókst slík vinátta,
að hún entist meðan báðir lifðu — og segir það sína sögu.
Margt fólk var í Möðrudal á sumrin og heyskapur sóttur fast, en var
ekki að sama skapi mikill. Túnið var lítið og spratt svo illa, að flytja varð
sumt af töðunni i pokum, því að hún tolldi ekki í reipum. Sleginn var melur
og víðilanl og reytt sarnan úthey af mýrarslökkum, sem voru á víð og
dreif um landareignina og sumir ærið langt í burtu. Voru heybirgðir
að haustdögum svo litlar, að furðulegt mátti heita, að þær nægðu hinum
mikla bústofni. En Ásgeiri var tjáð, að Stefán kynni með ólíkindum vel
að nýta þannig vetrarbeit þarna uppi á hásléttunni, að ekki kænru að sök
ill og hastarleg veðrabrigði, enda tók Ásgeir eftir því, að það var sem
hann hefði sagnaranda um veðurfar. Var honum sagt, að einungis einu
sínni hefði hörkuveður með snjókomu komið honum svo á óvart, að
hann varð fyrir allmiklum fjárskaða. Fyrir kom, að um hásláttinn geisaði
slíkur sandstormur, að ekki varð staðið við heyskap, og varð þá Ásgeiri
með hryllingi hugsað til snjóstormanna norðan af Dumbshafi.
Stefán var hestamaður með afbrigðum, og bæði hann og húsfreyjan
áttu afbragðsgóða reiðhesta. En eins og áður getur, var mikil mergð hesta
í Möðrudal, og lærði Ásgeir þar jafnt að hafa taumhald á tömdum fjör-
hestum og sitja hrekkvíst og lítt eða ekki tamið ungviði, enda fann hann
fljótt, hvað var séreðli hvers reiðskjóta og þá urii leið, hvaða tökum átti
að taka hann, og jafnaði hann námi sínu í Möðrudal í hestamennsku við
þá leikni, sem hann hlaut í Knarrarnesi í að stýra báti undir seglum eða
velja lag, þegar lenda skyldi. Viðmælandi Ásgeirs, sem þekkti hann all-
náið, heyrði hann jafna þessu saman og sagði við hann, að svo náinn
skyldleiki væri milli leikni í meðferð seglbáts og hests annars vegar og
hins vegar glöggskyggni á, hvaða tökurn hentaði bezt að taka misjafna
menn, að hann mundi hafa notið sjómannskunnáttu sinnar og hesta-