Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 61
ANDVABI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
59
niikillar orðsnilli, andagiftar, mannþekkingar og lífsvizku, svo sem sjá má
í fyrrnefndu riti, Kver og kirkja. Og honum duldist ekki, hve mikið
íslenzka þjóðin ætti undir órofa tengslum nýmenningar okkar við lífsneista
íslenzks manndóms og snilli á liðnum öldum. Það var miður farið, að
Asgeir Ásgeirsson ritaði ekki sögu sína og þeirra eðlislægu viðhorfa, sem
voru sívirkur aflvaki í störfum hans, hver sem þau voru. Hann las þó fyrir
nánum vini sínum og frænda, Jóhanni Gunnari Ölafssyni, fræðimanni og
fyrrverandi hæjarfógeta, nokkra þætti minninga sinna, einkum frá æsku-
árunum, og voru þeir mér léðir til afnota við samantekt þessarar greinar.
Eftir að Ásgeir Ásgeirsson lét af emhætti, lifði hann svo sem ,,kyrr-
látur og spakvitur höfðingi", eins og segir í alþingishátlðarræðu hans um
Ulfljót. Hann ræddi við nána vini, afkomendur og tengdahörn, og las
mikið og jók við fjölþætta þekkingu sína til hinztu stundar. Hann lézt
15. september 1972, maður, sem enn hafði yndi af að sjá og heyra allt,
sem vitnaði um það, að öfl skapandi lífstrúar væru að verki með þjóð lians,
en vissulega oft segjandi á eintali við lífsins föður:
,,Dauði, eg óttast eigi
afl þitt né valdið gilt.
I Kristí krafti eg segi:
kom þú sæll, þá þú vilt.“