Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 114
112
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVAHl
þegar hefur verið sagt, var heimskerfi Ptólemæusar alls ekki frumstæð hugar-
smíð fávísra manna, heldur þrauthugsað kennikerfi, sem grundvallaðist á
ströngustu rökfræði og glöggum athugunum afburðamanna. Almagest Ptólemæ-
usar hefur verið kölluð einhver skarpviturlegasta bók allra tíma. Það var því
ekki heiglum hent að hrófla við þeim kennisetningum, sem þar höfðu verið
settar fram.
Þegar Kóperníkus var nýkominn til Italíu, kom út á prenti stórt og vandað
rit, sem tveir þýzkir stjörnufræðingar, Purbach og Regiomontanus, höfðu unn-
ið að. Þarna var um að ræða ýtarlegan útdrátt og skýringar við hók Ptólemæus-
ar, Almagest. Höfundarnir höfðu lagt sig í framkróka við að útskýra og endur-
bæta kerfi Ptólemæusar til þess að ná betra samræmi við athuganir og mæl-
ingar. Jafnframt var bent á vissa bresti í kerfinu, sérstaklega að því er varðaði
braut tunglsins um jörðina.
Kóperníkus kynnti sér rit þetta rækilega, og hefur það el'laust átt sinn
þátt í að vekja með honum efasemdir um réttmæti kerfisins í heild. Kennari
Kóperníkusar í Bologna, Maria di Novara, var líka mjög gagnrýninn á einstök
atriði í kenningum Ptólemæusar, og vitað er með vissu, að þeir Kóperníkus
gerðu í sameiningu stjörnufræðilegar athuganir til að sannprófa, hvort hug-
myndir Ptólemæusar um gang tunglsins fengju staðizt.
Annars er lítið vitað urn, hve langt Kóperníkus var kominn við að móta
sér nýja skoðun á heimsmyndinni, meðan hann var við nám á Italíu. Það er
ekki fyrr en mörgum árurn seinna, að hann setur fram ákveðnar kenningar
opinberlega — og þó með hinni mestu varúð. Gassendi, sá er fyrstur ritaði
æviágrip Kóperníkusar, telur, að hann hafi byrjað að vinna að hinu nýja
hugmyndakerfi sínu fyrir alvöru árið 1507 eða þar um bil, meðan hann dvaldi
hjá Lúkasi biskupi í Lidzbark. Formálinn að bréfum Þeofilaktosar frá Simo-
kattes, sem út kom árið 1509, er, eins og fyrr segir, elzta heimildin um, að
Kóperníkus hafi verið farinn að boða nýjar kenningar um gang himintungl-
anna. Um það leyti er hann sennilega hyrjaður að dreifa handskrifaðri ritsmíð,
svonefndri Commentariolus, atliugasemdum eða ágripi af hugmyndum sínurn.
Ágrip þetta var ekki prentað fyrr en eftir hans dag, en eintök af því hafa
varðveitzt. Það er innan við 20 síður og laust við alla stærðfræði. I ágripinu
setur Kóperníkus fram eftirfarandi kenningar:
1. Miðja jarðar er ekki miðja alheimsins, heldur aðeins þungamiðja
þeirra hluta, sem á jörðinni eru, svo og miðja tunglbrautarinnar.
2. OIl himintungl snúast um sólina, og því er sólin nriðja alheimsins.
3. Hin daglega sýndarhreyfing sólar og stjarna frá austri til vesturs á