Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 114

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 114
112 ÞORSTEINN SÆMUNDSSON ANDVAHl þegar hefur verið sagt, var heimskerfi Ptólemæusar alls ekki frumstæð hugar- smíð fávísra manna, heldur þrauthugsað kennikerfi, sem grundvallaðist á ströngustu rökfræði og glöggum athugunum afburðamanna. Almagest Ptólemæ- usar hefur verið kölluð einhver skarpviturlegasta bók allra tíma. Það var því ekki heiglum hent að hrófla við þeim kennisetningum, sem þar höfðu verið settar fram. Þegar Kóperníkus var nýkominn til Italíu, kom út á prenti stórt og vandað rit, sem tveir þýzkir stjörnufræðingar, Purbach og Regiomontanus, höfðu unn- ið að. Þarna var um að ræða ýtarlegan útdrátt og skýringar við hók Ptólemæus- ar, Almagest. Höfundarnir höfðu lagt sig í framkróka við að útskýra og endur- bæta kerfi Ptólemæusar til þess að ná betra samræmi við athuganir og mæl- ingar. Jafnframt var bent á vissa bresti í kerfinu, sérstaklega að því er varðaði braut tunglsins um jörðina. Kóperníkus kynnti sér rit þetta rækilega, og hefur það el'laust átt sinn þátt í að vekja með honum efasemdir um réttmæti kerfisins í heild. Kennari Kóperníkusar í Bologna, Maria di Novara, var líka mjög gagnrýninn á einstök atriði í kenningum Ptólemæusar, og vitað er með vissu, að þeir Kóperníkus gerðu í sameiningu stjörnufræðilegar athuganir til að sannprófa, hvort hug- myndir Ptólemæusar um gang tunglsins fengju staðizt. Annars er lítið vitað urn, hve langt Kóperníkus var kominn við að móta sér nýja skoðun á heimsmyndinni, meðan hann var við nám á Italíu. Það er ekki fyrr en mörgum árurn seinna, að hann setur fram ákveðnar kenningar opinberlega — og þó með hinni mestu varúð. Gassendi, sá er fyrstur ritaði æviágrip Kóperníkusar, telur, að hann hafi byrjað að vinna að hinu nýja hugmyndakerfi sínu fyrir alvöru árið 1507 eða þar um bil, meðan hann dvaldi hjá Lúkasi biskupi í Lidzbark. Formálinn að bréfum Þeofilaktosar frá Simo- kattes, sem út kom árið 1509, er, eins og fyrr segir, elzta heimildin um, að Kóperníkus hafi verið farinn að boða nýjar kenningar um gang himintungl- anna. Um það leyti er hann sennilega hyrjaður að dreifa handskrifaðri ritsmíð, svonefndri Commentariolus, atliugasemdum eða ágripi af hugmyndum sínurn. Ágrip þetta var ekki prentað fyrr en eftir hans dag, en eintök af því hafa varðveitzt. Það er innan við 20 síður og laust við alla stærðfræði. I ágripinu setur Kóperníkus fram eftirfarandi kenningar: 1. Miðja jarðar er ekki miðja alheimsins, heldur aðeins þungamiðja þeirra hluta, sem á jörðinni eru, svo og miðja tunglbrautarinnar. 2. OIl himintungl snúast um sólina, og því er sólin nriðja alheimsins. 3. Hin daglega sýndarhreyfing sólar og stjarna frá austri til vesturs á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.