Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 21
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
19
farnir, stakk Páll tveim skærum silfurkrónum að Ásgeiri, og var ekki
annað að nefna en hann tæki við þeim.
,,Þetta er sízt ofborgað, frændi,“ mælti hann. ,,Eg á undir högg að
sækja. Mitt kaup er ekki hundið föstum samningum og nokkur óvissa ár
frá ári í bæjarstjórn, hvort fjármunum skuli varið til þessara námskeiða."
,,1 Ivaða menn voru þettar“ spurði svo Ásgeir.
„Það voru þeir Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar, og Björn Kristjáns-
son alþingismaður," svaraði frændi hans.
Ásgeir í Knarrarnesi var maður, sem var óvenjumargt vel gefið. Hann
var vitur maður og vel að sér og nrjög vel ritfær, svo sem sjá má á rit-
gerðum hans í Héraðssögu Borgarljarðar og öðru, sem eftir hann birtist á
prenti. Hann hafði og á hendi mörg trúnaðarstörf, var í hreppsnefnd og
sýslunefnd, fulltrúi á búnaðarþingum og í fimmtán ár í amtsráði. Knarrar-
nes var fjörutíu hundruð að fornu mati, enda er það ennþá allgóð bújörð,
og áður fyrr voru þar enn rneiri hlunnindi en nú, mikil selveiði og fugla-
tekja og einnig reki, sem um munaði. Ásgeir var góður bóndi, afbrigðamikill
veiðimaður og loks hin rnesta fiskikló. Hann reri á yngri árum sem formaður
a vetrarvertíð á Suðurnesjum, og alla sína húskapartíð sótti hann sjó af
kappi. Hann þekkti gjörla allar leiðir og ennfremur mið, var sérlega laginn,
kappsamur, en þó aðgætinn. Ragnheiður var mikil húsfreyja og móðir. Þau
hjón eignuðust fjögur börn, og þrjá pilta tóku þau í fóstur og ólu upp.
Mörg voru hjúin í Knarrarnesi, og þar var einnig mjög gestkvæmt, þó að
nesið væri ekki lengur landfast nema á fjöru, en bæði voru hjónin gest-
risin og hjálpsöm, og margur sótti ráð til Ásgeirs bónda.
Asgeir Ásgeirsson taldi sig alltaf standa i þakkarskuld við þau Knarr-
arneshjón. Ilúsfreyjan hugsaði vel um það, að hann skorti hvorki góða
aðbúð, gott atlæti né næga hvíld, en þarna fékk að njóta sín við hæfi sú
vinnusemi, sem var honum í blóð borin, og daglega varð hann vitni að fyrir-
myndar verkshætti á landi og sjó. Stuðlaði öll vist hans þarna að þeirri
skoðun, sem hann hafði oft orð á síðar á ævinni, að störf þeirra, sem lifðu
jöfnum höndum á gróðri jarðar og sjávargagni, ykju þeim framar öðrum,
senr hefðu svipaða hæfileika, ekki aðeins fjölhæfni og fjölvísi, heldur og
almennt víðsýni á rnenn og málefni, og taldi hann sig hafa fengið fyrir
þessu óræka vissu, þá er hann hafði kynnzt ýmsum þeim mönnum vestur
í Fjörðum, sem honurn þótti einna mest til koma.