Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 17
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
15
komast þar inn og út. Straumfjörður er mikil jörð, selveiði og fuglatekja
arðsöm og var það enn frekar áður fyrrum. Þá var og fiskur oft eins
skammt undan landi og útfiri leyfði, og sjór var sóttur kappsamlega,
þrátt fyrir hina vályndu röst, en þegar inn úr henni er komið, er ekki
aðeins smábátum borgið, heldur og allstórum skipum. Stundum hjó einn
stórbóndi í Straumfirði, en eins oft tveir, auk hjáleigubænda og húsmanna,
sem lifðu eingöngu á veiðiskap. Var og fjölbýlt og mannmargt lengi vel
í Alftaneshreppi. Um rniðja síðustu öld voru þar búsettir hálft fjórða hundrað
manns, og full þrjú hundruð manna áttu þar heima um síðustu aldamót,
en þar hefur síðan hríðfækkað, svo að nú nær ekki íbúatalan hálfu öðru
hundraði. Á einokunartímahilinu var um skeið fastur verzlunarstaður í
Straumfirði, enda eru þar ummerki frá þeim tíma, tættur, sem kallaðar
eru Dönsku búðir, og festarhringir, sem við voru bundin kaupskip. En
stopular voru kaupskipakomur lengi vel á Straumfjörð, og olli því ekki
aðeins röstin, heldur og hin vandrataða leið frá Þormóðsskeri. Þar eru
grynningar og sker, þar á meðal hinn illræmdi Hnokki, sem hið fræga
franska rannsóknarskip barst á í fárviðrinu mikla haustið 1936. En þó
að erfitt væri að sigla á Straumfjörð, varð sú reyndin, þegar losað var um
einokunarhöftin, að lausakaupmenn tóku árlega að leita viðskipta við
M ýramenn. Fengu þeir skipum sínum vísað til hinnar öruggu hafnar á
Straumfirði. Stundum komu jafnvel tvö skip, annað snemma sumars, en
hitt undir haustið, og kornu lausakaupmenn á Straumfjörð fram undir alda-
mót. Þann 19. janúar 1863 hafði og Sti'aumfjörður verið löggiltur sem
verzlunarstaður, og sýnir það, að áhugi var á, að þar væri rekin föst verzlun
í framtíðinni. En 22. marz 1867 var og Borgarnes löggilt sem verzlunar-
staður, og þó að þróun verzlunar þar væri seinstíg, enda ekki ýkja hrein
leiðin inn Borgarfjörð, beið Straumfjörður algeran ósigur í samkeppninni.
Þau úrslit hennar urðu einmitt um það leyti, sem þeir feðgar, Eyþór og
Asgeir, verzluðu í Straumfirði. í sanra mund gerðist það, sem varð afkomu
og búsetu manna í Alftaneshreppi ærið örlögþrungið, svo sem og fjölda
manns víðar á landinu og þá ekki sízt við Faxaflóa og á Vestfjörðum. Þar
höfðu kotbændur og húsmenn haft sæmilega í sig og á, eftir þeim kröfurn,
sem lengstum höfðu verið gerðar til lífsins, meðan margs konar fiskur var
svo til uppi í landsteinum, hvenær sem sjór og veður leyfði, að fleytt væri
fleytu. En nú kornu til sögunnar þeir vélvæddu brezku ránsmenn, sem með