Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 134
132
ANDRÉ COLIRMONT
ANDVARl
fyrir ntan það líður honum prýðilega;
eg sá hann hjá Verricr, þcgar eg var í
París um Nýárið, og hann talaði allvel
fronsku, og sýndi það á sér að hann væri
talsvert franskur orðinn í öllu.
Fyrirgefðu hvað þetta cr illa skrifað
og ónákvæmt, býst cg við, í stafsctning-
unni; tíminn er fár í hernum, og mig
langar svo ákaflega til að lcsa, að vinna,
að hugsa áfram!
Þinn einlægur
A. Courmont
Um daginn fekk cg fjarska skemtilegt
bréf frá Ottesen á Ytra Hólmi, scm mér
þvkir mjög mikið varið í.
Flcilsaðu vinurn frá mér.
Fort de Giromagny
prés Bclfort
Sunnudag 8da h-lars 1914
Kæri Guðmundur!
Eg sendi þér hérmeð dálitla grcin um
bókina okkar; höfundurinn viröist mér
liafa skilið hugsun þina og lofa henni og
þér vel; mig rekur hann burt frá lofinu
með einu höggi.
Eg er nú aftur kominn í gamla virkið
mitt, Giromagny, og eg verð scttur „capo-
ral“ innan skamms.
Jónas hefir líklegast sagt þér frá fyrir-
lestri mínum um ísland í l’amphithéatre
Richelicu. Það var glaður sólskinsblettur
í svarta herlífinu.
Til þess að bæta úr því öllu saman,
cru veður nú afskapleg: tveggja vikna
rigning með stormi! Sjálf rúmfötin eru
blaut í virkinu: hvað þá heldur hitt! Eg
hef ekki vitað í heilan mánuð hvað það er
að vera ókvefaöur. Við crum þó svo
hugsunarlausir orÖnir, að við hlæjum að
öllu; lífið finnst okkur óglatt víst, en
okkur stendur á sama; það er dauf ánægja
í því að lifa bara áfram. Jæja! svo líði
þessi tvö ár, og þ>á skal eg lifna óskemmd-
ur, rnáske betri og glaðari!
Láttu mig vita hvernig þér líður.
Vcrtu nú sæll, Guðmundur!
Þinn einl.
André Courmont
Fort dc Chévremont 23. Maí 1914
prés Bclfort
Kæri Guðmundur!
Eg fekk bréfspjald þitt í dag; eg gladd-
ist ákaflega mcð þér að góðu fréttinni
— ekki algjörlega óvæntu. Óskup gæfi
cg mikið til að sjá þig núna, glaðan og
bjartan, eins og þú átt cðli til! Hjartan-
lega óska eg ykkur báðum til hamingju
— önnur ósk er einnig rík í huga mínum:
að fá að sjá þig og konu þína á Islandi
sem bráðast — ekki fyrr þó, því miður,
en 484 þungir dagar eru liðnir!
Nú er eg að búa mig undir því að fara
í „manæuvres" á rnorgun, fimm daga að
berjast, í alveg sömu kringumstæÖum og
í verulegu stríði.
Þú sjerð á utanáskriftinni að eg hef
risiö í tigninni, „Caporal" er eg, og
„lieutenant" verð eg eftir eitt ár; dá-
lítil huggun er í því.
Vertu nú blessaður, og gcfðu konu
þinni bestu kveöjur mínar.
Þinn einlægi
André Courmont.
eg gladdist ákaflega meS þér að góðu frétt-
inni, þ. e. fréttinni um brúðkaup Guömundar
og Laufeyjar Vilhjálnrsdóttur frá Rauðará 8.
maí 1914. - manæuvres, heræfingar.