Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 91
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG RJARNA
89
Samanber Hulduljóð:
Faðir og vinur alls, sem er!
annastu þennan græna reit;
Þá segir og í kvæSinu Ad amicum:
blessaðu, faðir! tlómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Elskan eilífa
allt sjáandi
miskunnar hrærðist
yfir mannsins neyð.
Aður nefnt kvæði hefst á umsögn unr sköpuni
Ár var alda,
þá er endurborin
fold in fjallsetta
í fyrsta sinni
aunina:
veltast tók veli
um vegu ókunna
að orði alvalds,
sem allt urn skóp.
Ósjálfrátt koma manni í hug Sólarljóð hins heilaga Frans frá Assisi viS lestur
þessa Ijóðs. Tilfinningin, jafnvel orðalagið svo líkt.
Alkunn eru ummæli Jónasar um mátt skaparans, hins almáttka Guðs, þar
sem svo er kveðið að orði um bergkastalann á Þingvöllum:
Drottins hönd þeim vörnum
veldur,
vittu, barn, sú hönd er sterk.
Gat ei nema Guð og eldur
gjört svo dýrlegt furðuverk.
Guð er alvís og alrótilátur. Að því síðarnefnda er sérlega vikið í kvæð-
unurn Skraddaraþankar um kaupmanninn og Batteriski syndarinn.
Jónas spyr um kaupmanninn sviksama, sem hcfur svikið og féflett fátæka
og grætt munaðarlausa:
Drottinn hauð, eitt sinn dynja fer
dómslúður skýjum í,
hve mun þá dygð þín hrósa sér?
H\'ort muntu sleppa frí?
Magnlausa moldar þý!
muntu þá gulli guðdómsveldið sigra?
I síðarnefnda kvæðinu er lýst ávexti illra girnda:
Illska, andstyggð
og óþoli,
örgust eiturjurt,
grær hér í grasi,
unz Guðs veður
fellir þau fullvaxta.
Ljóðinu lýkur með þeim ummælum Sólarljóða, að æ komi mein eftir munuð.
Síðar verður lítið eitt vikið að skoðun Jónasar um afdrif illra manna, en hér er
strax greinilegt, að hann efar ekki, að svo sem maðurinn sáir, þannig mun hann
og uppskera.