Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 169
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu
þann 18. febrúar 1822.
I Iæstvirðandi herra prófessor!
Að eg dirfist til að mæða yður með
línum þessum, orsakast af því, að eg heyri
sagt hjá yður sé Annála samtíningur
minn frá Islands byggingu til 1795. Eg
sýndi fyrst Annála iþessa herra biskupi
Vídalín, lijá hverjum þeir voru árlangt,
og þegar sonur hans, Árni Vídalín, ætlaði
að sigla, bauð hann mér að láta þá verða
sér samferða til Khafnar til að bera þá
undir yðar merka álit, hvað eg með
ánægju þáði. En þá Á. Vídalín kom
hingað til lands aftur, sagðist hann hafa
skilið þá eftir lijá yður og gat þess um
leið, að eg mundi bráðum mega vænta
eftir línu frá yður 'þeim viðvíkjandi, eftir
hverri eg hefi síðan með löngun for-
gefins þráð. Nú tek eg mérþví þá djörf-
ung fyrir, að biðja yður segja mér yðar
meiningu um þessa Annála, hvort þér
álítið þá í umdæmi, að verðugir séu til
að prentast, og ef svo væri, hvort eða
hvcrnig það mundi geta látið sig gjöra,
án þess eg þyrfti að kosta þcirra útgáfu,
hvar til eg alls engin efni hefi. En ef
yður virðist ci til þess hugsandi, að þeir
af Bókmenntafélaginu eða einhverri ann-
arri vísindastiftun yrðu tcknir undir press-
una, \'ildi eg fegnastur þ>eir væru aftur
til mín komnir, því þó eg finni og játi
iþeirra mörgu og stóru ófullkomlegleika
(er þó orsakast meir af hjálparmeðala-
skorti en vilja- eður hirðuleysi mínu),
finnst mér þó eg hafi of mikið fyrir þeim
haft, til þess eg skyldi ekki gjöra mér
annt um þá framar, og hafi eg unnið
fyrir gýg, vildi eg samt heldur iþeir lægju
arðlausir hjá sjálfum mér heldur en í
svo mikilli fjarlægð. En auðmjúklegast
vildi eg umbiðja, að þeir sendust mér
ekki nema með einhverju skipi, sem fer
til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar, en
allra sízt með Skagastrandarskipi, hverju
alloft vill eitthvert óhappið til.
Þar eg lengi og víða hefi forgefins
leitazt við hér í landi að fá til láns eða
kaups 3. Delen eða hvað meira kann til
að vera af Christoph. Gjessings Samling
af Danskc Norske og Islandske Jubel-
Lærere, dirfist eg nú að flýja til yðar, en
þótt yður ókenndur sé, og biðja auðmjúk-
legast, að 'þér vilduð svo vel gjöra að
útvega mér það mig vantar af því verki,
livers 1. og 2. Del eg á. Þótt í lélegu
cða engu bandi væri, ef svo væri hægra
að fá það en ella, væri mér eins kært.
Formálinn fyrir 1. partinum gefur von
um, að margra íslendinga muni verða
getið í þeim þá óútkomnu pörtum, hvar
af þó sárafáir eru innkomnir í 2. Dels