Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 30
28
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVAHl
til aS kynnast hinum einstæða framfara- og framkvæmdamanni, Jóni
Bergssyni á Bgilsstöðum. Fannst Ásgeiri mjög mikið koma til vitsmuna lians
og viðhorfa við mönnum og málefnum, um leið og hann undraðist, hverju
hann hafði til leiðar komið. Þá hafði Ásgeir farið gangaridi í hryðjuhaust-
veðri alla leið frá Reykjahlíð við Mývatn til Akureyrar. Hann kom i
vondu veðurútliti um miðjan dag að Hálsi í Fnjóskadal til séra Ásmundar
Gíslasonar. Aftók prestur, að hann færi lengra fyrr en næsta morgun. Sat
prestur síðan og ræddi við Ásgeir, fyrst um alla heima og geima, en síðan
einkum hlutskipti og hlutverk íslenzkra presta fyrr og síðar. Trúði Ásgeir
honum fyrir því, að hann hygðist nema guðfræði og hefði helzt í hyggju
að gerast sveitaprestur. Var svo að heyra sem séra Ásmundur fagnaði því,
og þótti Ásgeiri mikils um vert fróðleik hans og heilhrigða skynsemi. Á
Akureyri átti Ásgeir auðvitað góðu að mæta, því að þar var þá fyrir ljósa
hans og frænka og bóndi hcnnar, Bjarni bankastjóri, vel gefinn maður,
fróður vel og auk þess skemmtilegur. Ásgeir hafði einnig kynnzt nokkuð
Suðurlandi, þar eð hann hafði farið landveg vestur til Reykjavíkur frá Vík
í Mýrdal, og þar liafði sitthvað orðið honum eftirminnilegt — og þá ekki
sízt hinar miklu andstæður, feikna víðáttumikið og framtíðavvænlegt gróður-
lendi og ögrandi og svartir foksandar, en af hinum mörgu elfurn hin
fúla fordæða, Jökulsá á Sólheimasandi. Hann hafði því séð, þegar hér
var komið, allmikið af landi sínu og gert sér ljósa grein fyrir fegurð
þess og gæðum. Fangaði hann því nú til að endurvekja kynni sín af
Mýrunum, sem ávallt höfðu, hvert sem hann fór og hvað sem hann
sá og reyndi, verið honum ríkar í liuga til viðmiðunar og samanhurðar.
Hann réðst svo sumarið sem harin varð stúdent vestur í Knarrarnes, og
þangað lá einnig leiðin eftir fyrsta veturinn í guðfræðideildinni. Og víst
var náttúran þar söm við sig og fólkið gott sem áður, en lífsskilyrðin
höfðu breytzt til hins lakara, og jókst það ár frá ári. Togararnir voru nú
ýkjalangt á veg komnir í að gera þar ólíft nema á notadrýgstu hlunninda-
jörðum og þeim af hinum, sem áttu liezt engjalönd og hithaga. Jafnvel
smáhændur, sem höfðu komizt vel af, urðu að hrökklast af hýlum sínum,
og auðsætt var, að unga kynslóðin ætti ekki nema að mjög litlu leyti
skilyrði til að fylla í skörðin.
Ásgeir hafði komið til Vestmannaeyja á leið austur í Vík, en ekki
hafði hann haft náin kynni af eyjunum nema af frásögnum móður sinnar,