Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 153
ANDVAM
HUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR RINNBOGASONAR
151
Hlutirnir eru ekki í orðunum, sem tákna hlutina. En hvað um sálarhfið? Er
gleðin, sem birtist í hrosinu, eitthvað, sem liggur utan við brosið? Guðmundur
telur, að svo sé ekki. Hann segir, að sálarlífið birtist í svipnum og röddinni, og
vér getum ekki fundið því annan stað. „Til hvers væru flestar kvíkmyndasýn-
ingar og hljóðritar, ef ekki mætti með þeim gera sálarástand sýnilegt og heyran-
legt?“ (212. bls.).
Áður en lengra er haldið, vil ég koma á framfæri nokkrum aðfinnslum.
Hér virðist Guðmundur vaða reyk. Sálarlíf manna getur ekki verið fólgið í
svip þeirra. Ef svo væri, myndi nægja að brosa til að vera glaður. Á sama hátt
er unnt að vera glaður án þess að láta gleðina í Ijós. Vér getum reiðzt og
dulið reiðina. Reiðin sjálf er tilfinning í liuga vorum. Dæmið, sem nefnt var,
um kvikmyndir og hljóðrita, er fráleitt. Þótt vér greinum háð í rödd af hljóð-
rita, getum vér ekki sagt, að hljóðritinn sé hæðinn. Háðið í rödd hljóðritans er
tákn hæðninnar í huga þess, sem talaði inn á hljóðritann. Reyndar er háðið í
röddinni af hljóðritanum engin trygging þess, að alvara liafa búið að baki hæðn-
isröddinni. Vel gæti verið, að leikari hefði lesið inn á hljóðritann og leikið
einhvern háðfugl. Það getur leikari gert án þess, að nokkur háðstilfinning sé í
huga lians. — Vér kennum eigi sársauka, þó að vér gerum oss hann upp og
æpum. Á hinn bóginn verður að viðurkenna, að eina vitneskjan, sem vér
höfum um sálarlíf annarra, er fólgin í svipbrigðum þeirra og látæði.
Víkjum nú aftur að kenningum Guðmundar. Hann telur, að skilningur
vor á sálarlífi annarra felist í eftirlíkingu á þeim svipbrigðum, er vér sjáum á þeim.
„Einmitt vegna þess ací líkami var ósjálfrátt líkir eftir ]nn, sem vér
sjáum og lieyrum, breytist ástand hans í samræmi viti það, og þetta nýja
ástand finnst oss vera ástand þess, er vakti það hjá oss. Þetta er þá mín
tilgáta. En mér finnst það meira en tilgáta. Mér finnst sjálfsathugnnin
sýna mér, aÓ þetta sé svoná' (215.-216. bls.).
1 framhaldi af þessu telur Guðmundur upp allmörg dæmi máli sínu til stuðnings.
Þar á meðal nefnir hann miðil nokkurn, Helenu Smitli að nafni. Helenu finnst
stundunr sem „stjórnandi" sinn læsi sig um allan líkama liennar og hún verði
hann og hann hún. Guðmundur kveðst skilja þessa tilfinningu mætavel, því að
hún sé hliðstæð skilningi hans á öðru fólki.
Ég hef að sjálfsögðu ekkert við það að athuga, hvernig Guðmundur Finn-
bogason skilur annað fólk. Verra er, þegar því er haldið fram, að skilningur allra
annarra sé eins. Ég tel, að Guðmundur hafi á röngu að standa í þessu efni, enda
er ef til vill ekki við öðru að búast, þegar forsendurnar eru ekki sterkari en raun
ber vitni. Mér virðist skilningur manna á öðrum vera fólginn í rökhugsun líkt