Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 42
40
GUÐMUNDUn GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVAHI
þeim dvaldi hann jafnan síðan, þegar hann kom til Flateyrar, unz
Snorri varð skólastjóri á Akureyri, en eftir það hjá Jóni kaupmanni Eyjólfs-
syni, föðurbróður Þorvalds Garðars alþingismanns, en Jón var kvæntur
Guðrúnu kennslukonu Arnbjarnardóttir frá Fellskoti í Biskupstungum.
Frá Flateyri lagði Asgeir leið sína, ásamt fylgdarmanni sínum, vestur að
Þingeyri. Þrátt fyrir kunnugleika fylgdarmannsins gekk Ásgeiri illa að
fá ]rar inni, unz fylgdarmaðurinn brá á það ráð að hola honum niður í
svokölluðu gistihúsi staðarins, en það var bjálkahús eitt mikið frá tímum
einokunarverzlunarinnar, hafði verið notað sem salthús og vörugeymsla,
en nú hafði þar verið húin út lítil íbúð handa aldraðri ráðskonu og enn-
fremur tvö gistiherbergi. I þeirn báðum voru nokkur rúm. I öðru þeirra
reyndist hvert þeirra skipað bændum, sem voru við sláturstörf á Þing-
eyri. I hinu voru öll rúmin auð, utan eitt, en þar svaf aldraður maður og
hraut hátt. Ásgeiri var hvert hinna velkomið, og þar eð komið var fast
að miðnætti, kvaddi hann fylgdarmann sinn og háttaði í skyndi. Svo tók
þá herhergisfélagi hans að rurnska, og síðan vaknaði hann og spurði
Ásgeir þegar heitis og hverra erinda hann væri. Ásgeir sagði sem var, og
reis þá maðurinn upp og var nú glaðvaknaður. Idann kvaðst heita Magnús
Vaage og húa í Mýrarhúsum í Auðkúluhreppi. Hófust síðan samræður
með þeirn Ásgeiri, sem stóðu frarn yfir óttu. Sagði Magnús Ásgeiri sitt-
hvað um menn og málefni, en rnest ræddi hann um yfirgang togara á
miðum Arnfirðinga, og sagði hann af honum margar sögur og Ijótar.
Þar kom svo, að Ásgeir sagði:
„Ætli maður reyni ekki eitthvað að kippa þessu í lag.“
Brást Magnús glaður við og hét því að fara hæ frá hæ í Auðkúlu-
hreppi og kynna Ásgeir og loforð hans. Þetta efndi Magnús, en Ásgeir
vaknaði um morguninn með samvizkubit út af loforði sínu, sem þó var
varlega orðað. Bót var í máli, að þetta mun hafa verið hið eina kosninga-
loforð, sem hann gaf í leiðangri sínum, enda á orði haft á fundunum,
hve spar hann væri á fyrirheit.
Morguninn eftir fyrstu nótt sína á Þingeyri gekk Ásgeir á fund
ganrals vinar síns frá Vík í Mýrdal, Gunnlaugs læknis Þorsteinssonar.
Þar var honum vel tekið, en þá er Ásgeir spurði lækninn, hve mörg
atkvæði hann mundi fá í Þingeyrarhreppi, var svarið þetta:
„Ætli þú fáir ekki svona allt að tólf atkvæðum."