Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 69
ANDVAHI
NJÁLA MIÐALDAHELGISAGA?
67
Þórhallur Ásgrímsson er önnur forvitnileg persóna, en hann birtist frekar
seint á sögusviðinu. Hann hefur verið í fóstri með Njáli og „hafði numið
svo lög að Njáli, að hann var inn þriði mestur lögmaður á íslandi" (279).
Meðan á hinum flóknu málaferlum á alþingi eftir brennuna stendur, verður
Þórhallur að halda kyrru fyrir í rúmi sínu í búðinni vegna fótarmeins. En
þegar rnjög tvísýnt er orðið um málaferlin og flokkur hans virðist í yfirvof-
andi hættu að tapa málinu, þá er sendur maður til Þórhalls til þess að fá ráð hjá
honum eins og oftar áður á þessu þingi:
En er hann heyrði þetta, hrá honum svo við, að hann mátti ekki orð
mæla. Hann spratt upp úr rúminu og greip spjótið Skarpheðinsnaut
tveim höndum og rak í gegnum fótinn á sér. Var þar á holdið og kveisu-
naglinn á spjótinu, því að hann skar út úr fætinum, en blóðfossinn fellur
og vágföllin, svo að lækur féll eftir gólfinu. Hann gekk þá út úr búðinni
óhaltur og fór svo hart, að sendimaðurinn fékk eigi fylgt honum; hann
fer þar til, er hann kom til fimmtardómsins (402).
Til fyrsta andstæðingsins, sem hann rnætir, frænda Flosa, leggur hann
spjóti og kastar honum af því dauðum. Þannig gefur hann merki um almennan
°g blóðugan bardaga á þessum helga stað laga og friðar. En lesandinn finnur
á sér, að þessi snöggu umskipti koma sem nokkurs konar lausn, alls ekki óvel-
homin, frá hinum langdregnu málaferlum, eftir að lögkrókum hefur lengi
verið beitt. Og Þórhallur er ekki lastaður fyrir ofsa sinn. Ég fæ ekki betur
séð en það sé leynd aðdáun í lýsingu höfundarins á manninum; að minnsta
kosti er ekkert, sem bendir í hina áttina.
Hvaða siðferðismælikvarða á að leggja á Skarpheðin? Hann tekur þátt
í drápi Höskulds, ásamt bræðrum sínum og Kára, og lýstur hann fyrsta högg-
inu. Hann verður til að spilla möguleikum til sátta á alþingi eftir drápið með
því að móðga suma höfðingja þar, svo að um munar. Hann eyðileggur þá
niöguleika endanlega með því að svívirða Flosa líka, þegar samkomulag virð-
ist blasa við fyrir orð og aðgerðir Njáls föður hans og annarra góðra
tnanna. Síðasta afrek hans sem bardagamanns var að kasta í brennunni að
Eergþórshvoli jaxli í auga Gunnari Lambasyni, svo að þegar lá úti á kinninni,
en jaxlinn hafði hann höggvið úr Þráni Sigfússyni, þegar hann renndi sér
að honum fótskriðu forðum á Markarfljóti og hjó til hans með öxinni, „og
kom í höfuðið og klauf ofan í jaxlana, svo að þeir féllu niður á ísinn“ (233).
Hver er afstaða höfundarins til þessa óróaseggs og manndrápara, sem er í
ílestum hlutum bein andstæða Njáls föður síns? Við mætum Skarpheðni í
síðasta skipti, þar sem hann stendur uppréttur dauður, „ok voru brunnir fætur
af honurn mjög svo neðan til knjá", en augu hans „opin og óþrútin", og „hafði