Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 8
6
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
gagnorð, og þóttist ég komast að raun um, að fyrirlesarinn hefði gert
sér mikið far um, að sem flest það kæmist í stuttu máli til skila, sem
mestu varðaði. I sjálfri sögunni, sem sögð var, konr mér ekkert á óvart,
en lrins vegar var auðsætt, að fyrirlesarinn var víðsýnni og fordómalaus-
ari en þeir, sem ég hafði heyrt tala eða lesið eftir um þessi efni. Fyrir-
lesarinn lýsti Lúther sem viljasterku, tilfinningaríku og gáfuðu mikil-
menni, en varpaði ekki yfir hann neinum dýrðarljóma, og varð mér
hugsað til þeirrar djúpu og barnslegu lotningar, sem ég og aðrir heima
í Lokinhömrum höfðum lært að sýna í svip og augnaráði, þegar við höfð-
um litið á hina stóru litmynd af Marteini Lúther, senr hékk í gestastof-
unni. En vissulega féllst ég á öll þau rök og alla þá dóma, sem fram
konru í fyrirlestrinum, beint eða óbeint. Hins vegar leyndi það sér ekki,
að stundum sagði fyrirlesarinn sitthvað, sem óróaði nokkra af hinum
annars mjög kyrrlátu og prúðu áheyrendum. Það heyrðust vanþóknun-
arræskingar, og stöku maður varð heyranlega kvikur í sæti sínu. Þetta
hafði engin áhrif á fyrirlesarann, sem flutti mál sitt af talsverðum, en þó
hófstilltum hita, þar sem hann fjallaði um mikilvægustu efnisatriðin, og
undir lokin ríkti alger kyrrð á áheyrendabekkjunum og auðsætt, að á
fyrirlesarann var hlýtt af velþóknun og jafnvel hrifni, enda glurndi við
slíkt lófaklapp, þegar hann þagnaði, að helzc má jafna við það, sem heyra
má í leikhúsum, þegar fram eru kallaðir leikarar, sem hafa leikið af sér-
stakri snilli sjónleik, sem allir fá notið.
Meðan fólkið var að þokast út, þögðum við félagarnir þrír, sem
saman höfðum setið, en margir í hópnurn, jafnt konur sem karlar, létu í
ljós í heyranda hljóði aðdáun á fyrirlestrinum og þó einkum flytjanda
hans. „Svona menn á þetta stúdentafélag einmitt að fá til að fræða
okkur og skemmta," sagði skeggjaður erfiðismaður, skýrlegur og hrúna-
mikill. Og peysufatakona skaut til hans augum og svaraði: ,,Ja-á, ef þeir
herrar gerðu það nú, en þeir eru víst ekki á hverju strái, svona stássmenn.
En ekki hefur nú Lúther verið neinn engill.“ Svo lét sumt fólk í ljós
skoðanir sínar á þeim frama, sem hlyti að bíða svona fyrirlesara: „Hann
verður sjálfsagt dómkirkjuprestur, þegar séra jóhann hættir, og endar svo
sem biskup.“ „Kannski verður hann prestakennari í Lláskólanum og svo
biskup, — hann fetar þá í fótsporin hans tengdaföður síns.“ Aldraður
nraður, þreytulegur og rúnum ristur, sagði í hálfgildingsvandlætingartón: