Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 112
110
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVAIU
öðru skipulagi en menn höfðu álitið í meira en þúsund ár, allt frá dögum
gríska stjörnufræðingsins Ptólemæusar. Kládíus Ptólcmæus, stærðfræðingur og
stjörnufræðingur, sem uppi var í Alexandríu á 2. öld e. Kr., hefur oft verið
kallaður síðasti stjörnufræðingur fornaldar; hann var án efa einhver mesti
stjörnul ræðingur, sem uppi hefur verið. Hið mikla rit hans, Ide mathematike
syntaxis, var varðveitt af arabiskum fræðimönnum, sem gáfu því heitið
Almagest — hinn mesti, þ. e. meistaraverkið. Á 12. öld var ritið þýtt á latínu,
og varð það til þess, að fræðimenn í Evrópu kynntust efni þess.
Ptólemæus hyggði á þcim grunni, sem vísindamenn Grikkja höfðu öld-
urn saman unnið við að leggja, en studdist jafnframt við eigin athuganir.
Grundvallarkenningar Ptólemæusar voru þessar: 1. Eliminninn hefur hnatt-
lcgun og snýst eins og hnöttur. 2. Jörðin hefur hnattlögun. 3. Jörðin er í
miðju alheimsins. 4. Jörðin er að stærð til eins og depill samanhorið við stjörnu-
himininn. 5. Jörðin er hreyfingarlaus.
Með öðrum orðum: í heimsmynd Ptólemæusar sat jarðkúlan í kerfinu
miðju, föst og óhitanleg. Lltan um hana var hnattlaga himinhvelfing, sem fasta-
stjörnurnar sátu á, og þessi hvelfing snerist um jörðina frá austri til vesturs
einu sinni á sólarhring, eða réttara sagt einu sinni á stjörnuhring, sem er
örlítið skemmri tími. Auk fastastjarnanna, sem alltaf höfðu sömu afstöðu hver
til annarrar, þekktu mcnn sjö himintungl, sem höfðu meira eða minna óreglu-
lega hreyfingu: sólina, mánann, Venus, Merkúríus, Mars, Júpíter og Satúrnus.
Til þess að skýra hreyfingar þessara reikistjarna, sem svo voru kallaðar einu
nafni, var gengið út frá því, að hver reikistjarna sæti á gegnsærri kristalskúlu,
sem snerist eins og stjörnuhvelfingin um jörðina.
Nú var hins vegar augljóst, að reikistjörnurnar gengu ekki einfaldlega í
hring í kringum jörðina; breytileg birta sumra þeirra gaf t. d. til kynna, að
þær væru ýmist að fjarlægjast eða nálgast jörðina, auk þess sem ýmsar aðrar
óreglur virtust vera á hreyfingum þeirra. Til þess að skýra þetta var gert ráð
fyrir, að hver reikistjarna gengi eftir eins konar aukahring um punkt á kristals-
kúlunni, en sá punktur færi síðan í annan lning, sem kalla mætti aðalhring,
um jörðina. Reynslan sýndi, að jafnvel þetta var ekki nægilegt og að hæta
þurfti við fleiri hringhreyfingum. Kúlan og hringurinn vom hin stærðfræðilega
fullkomnu form, og þess vegna var talið sjálfsagt, að allar hreyfingar í himin-
geimnum væru hringhreyfingar.
Ptólemæus sýndi mikla snilli við að leysa þessa erfiðu þraut. Hann lét
hverja reikistjörnu ganga eftir hring. Miðja þess hrings gekk svo í annan hring,
og miðja þess hrings loks eftir aðalhringnum um jörðina. En jafnvel með