Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 150
148
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVAIU
að. Síðar nefndi heimurinn er rúmur. Þar er hátt til lol’ts og vítt til veggja.
I honum er uppspretta alls liins nýja, og þar verður til gnótt hugmynda. Hann
er óbundinn af öllu og öllum. Aftur á móti er rúmheimurinn olt og tíðum
erfiður viðfangs. Á 160. bls. segir:
„Undarlegt er það, hve oft menn virðast gleyma því, að allar
nýjung.ir menningarinnar, hvort heldnr eru vondar eða góðar, eiga
fyrstu upptök sín í sál hvers einstaldings, og þó er það deginum Ijósara.
Ofl náttúrunnar hafa sinn gang, hlíta sínum lögum, byggja upp og
rífa niður í eilífri hringrás. En mannsandinn getur gert þau að þjón-
um sínum og látið þau vinna það, sem þau uldrei hefðu unnið af
sjalfum ser.
Síðan fjallar Guðmundur um hinn ólíka skoðunarhátt manna á tilverunni.
Telur hann, að mismunandi skoðunarháttur sé sprottinn af ólíkum þörfum
manna. Tilveruna er unnt að skoða frá ýmsum hliðum. Verkfræðingur, sem
horfir á foss, sér í huga sér raforkuverið, sem unnt væri að reisa, en náttúru-
unnandi hrífst af fegurð fossins.
Er nú komið að sálfræðikenningum Guðmundar, sem hann segir, að séu
„. . . . ekki í samræmi við það, sem almennast er kennt í sálarfræði nútímans
....“ (184. hls.). Ég mun ræða 11. og 12. kafla sameiginlega, enda mynda
þeir eina heild, er nefna mætti eftirhermuheimspeki.
Ekki stoðar að neita því, að í mörgum tilvikum höfum vér tilhneigingu
til að líkja eftir látæði annarra. Á 171. bls. segir:
„Þegar vér virðum vel fyrir oss form hluta eða hreyfingar þeirra
eða hlustum með óskiptri athygli á hljóð, þá vaknar löngum hjá oss
hneigð til að likja eftir því, sem vér sjáum eða heyrum, líkja eftir því með
vöðvahreyfingum, sem verða í líkömum vorum."
Guðmundur telur þessa tilhneigingu ákaflega merkilega og tilfærir fjölda dæma
um hana. Allir kannast við, að vér brosum, þegar hrosað er á móti oss. Drauga-
saga sögð í margmenni er áhrifaríkari en í fámenni. Hliðstæða þessarar til-
hneigingar finnst í dýraríkinu, t. d. meðal íugla. Þegar einn byrjar að syngja,
hefja allir hinir upp raust sína. Guðmundur telur, að þessi tilhneiging sé að
nokkru leyti ósjálfstæð á sama hátt og vér kippum að oss hendi, þegar vér
brennum oss. En Guðmundur vill kafa dýpra sem endranær: „Hvað er það,
sem kemur oss til vitundar, þegar þessi hneigð til eftirlíkingar kernur í oss?“
(177. bls.). Þessari spurningu er reynt að svara með hliðstæðu við sjálfráða,
vísvitandi eftirlíkingu. Vísvitandi eftirlíking er fólgin í athugun á því, sem