Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 53
ANDVAHI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
51
og hafði Ásgeir látið það aftur og aftur í ljós á þingfundum flokks síns, að
þetta stórmál yrði að leysast með nokkurri jöfnun atkvæðisréttar, og varð
þetta ljóst fleiri og fleiri af þingmönnum flokksins. Hinn 27. maí 1932
var svo í báðum deildum Alþingis lesið upp bréf frá Tryggva, þar sem
hann lét í Ijós, að hann væri orðinn vonlaus um, að kjördæmamálið
leystist undir sinni forystu, og hefði hann því sent konungi lausnarheiðni.
Svo var þá auðsætt, að ekkert annað væri fært en fela Ásgeiri Ásgeirs-
syni stjórnarmyndun og þar með lausn á hinu erfiða vandamáli, og voru
honum gefnar frjálsar hendur um það, hvernig stjórn hann myndaði og
hverja hann veldi með sér. Var öllum í flokki hans ljóst, að þarna tæki
hann að sér erfitt viðfangsefni, en meirihlutinn treysti því, að honum
væri öðrurn fremur fært að ráða þar frarn úr, þótt þeir væru til, sem
þannig hugsuðu, að nú fengi hann maklegan skell fyrir skildinga. Hann
leitaði fyrst hófanna um að komast að þeim samningum við andstæðing-
ana, að þeir afgreiddu nauðsynleg mál, þó að hann myndaði hreina
flokksstjórn, enda lofaði hann þá að leggja fram á næsta þingi til-
lögur um viðhlítandi lausn kjördæmamálsins. Þessu var neitað. Þá þreifaði
hann fyrir sér um myndun þjóðstjórnar, en þar stóð á Alþýðuflokknum.
Asgeiri tókst að mynda samsteypustjórn Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, sem tók til starfa 3. júní 1932. Ásgeir var forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra, Magnús Guðmundsson dórns- og sjávarútvegs-
ráðherra og séra Þorsteinn Briem landbúnaðar-, kirkju- og menntamála-
ráðherra. Alþýðuflokksmenn báru frarn vantraust á stjórnina. Aðrir greiddu
því ekki atkvæði, en Jónas Jónsson og Steingrímur Steinþórsson sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Þessi stjórn var í rauninni eingöngu mynduð til þess að leysa kjör-
dæmamálshnútinn, og það tókst henni. En vissulega reyndi þar mjög á
lægni, festu og seiglu Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann hafði séð og viðurkennt
tyrstur manna í flokki sínum, að kjördæmamálið væri slíkt lýðræðislegt
réttlætismál með tilliti til stórbrevtinga á búsetuhlutföllum í landinu, að það
þyldi ekki langa bið, ef ekki ætti að korna til stjórnarfarslegra vandræða,
°g hann hafði sett sér að koma því í höfn og láta hvorki aftra sér harkalegar
arasir á opinberum vettvangi né lævíslega bakmælgi. En víst er um þ&S,
aö þó að flokkur hans hefði samþykkt að styðja stjórn hans, sætti hún
slíkum árásurn í Tímanum, þar sem Jónas Jónsson virtist nú allsráðandi,