Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 105
ANDVAHI
GRIPIÐ NIÐUR í FORNUM SÖGUM — OG NÝJUM
103
„Ekld þyEir mér þetta sjór.“ Síðan bað hann þrælinn fylgja sér til vatnsins, — „og
stikk stafsbroddi mínum í vatnið“. Hringur var í stafnum, og liélt Loðmundur
tveim liöndum um stafinn, en beit í hringinn. Þá tóku vötnin að falla vestur aftur
fyrir Skóga. Síðan veitti bvor þeirra vötnin frá sér, þar til er þeir fundust við
gljúfur nökkur. Þá sættust þeir á það, að áin skyldi þar falla, sem skemmst væri
til sjóvar. Sú er nú kölluð Jökulsá og skilur landsfjórðunga.“
Augljóst er, að hér er lýst jökulblaupi, og taldi Þorvaldur Tboroddsen,
að það hefði stafað af gosi í Kötlu eða öðrum gíg í Mýrdalsjökli (Sólheimajökli).1)
Þegar Sturlubók Landnámu, sem hér fylgt, segir: Þá tóku vötnin að falla-
hefur Þórðarbók (og það e. t. v. úr Melabók): Þá tóku vötnin að hægja rás
sinni, og um síðir féll rennslan—. Þessi frásögn minnir á sinn bátt á annað
rennsli, hrcunrennslið í Heimaey, er einnig féll um síðir. Þar var mörgum
broddi við stungið, þótt enginn biti að vísu í hringinn eins og Loðmundur
forðum. En sú trú, að mannlegur máttur megi sín nokkurs í hinni eilífu viður-
eign íslendinga við náttúruöflin, speglast jafnt í frásögninni af vatnsveitingum
þeirra Loðmundar og Þrasa á Sólheimasandi á 9. öld og í atburðunum fyrr á þessu
ári í Vestmannaeyjum.
Hin djarfa vegagerð á Skeiðarársandi er í sama anda, og með almennum
stuðningi sínum við hana hefur þjóðin enn sýnt í verki, að hún vill beriast til
þrautar.
Frásögn verkstjóra í fréttaauka útvarpsins af því, er menn strengdu á nýjan
leik rafstrenginn mikla yfir Hvítá í einu stórviðrinu í fyrra rétt fyrir jólin,
gleymist engum, sem á hlýddi. Sú frásögn yljaði manni ekki síður en sá raf-
straumur, er um strenginn fór og tendraði jólaljósin á þúsundum íslenzkra
heimila.
1) Die Geschichte der isl. Vulkane, 1925, 122.