Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 161
ANDVAIU
HUGUR OG IIIiIMUR GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR
159
En hví skyldum vér mennirnir hafa listir? „Öll list er vita-gagnslaus,“
segir Oscar Wilde réttilega. Vér gætum lifað í hinni mestu hagsæld án lista.
Guðmundur svarar þessu í niðurlagsorðum bókar sinnar:
„Að mennirnir gætu lif.ið án lista, þýðir þá ekki annað en það, að
þeir gætu lifað lífi, sem engum, sem þekkir listirnar, þætti þess vert
að lifa þvt. Lífið mettir sig sjálft, á lrverju stigi sem er. Hærra stigið
dæmir það, sem neðar er. Vér spyrjum ekki moldvörpuaugað um dýrð
Ijóssins, heldur mannsaugað“ (368. hls.).
Þetta er listilega orðað og laukrétt.
III.
Vér látum nú senn lokið frásögn vorri, og er því ekki úr vegi að draga
saman í stuttu máli helztu niðurstöður. Ég hef í því, sem á undan er komið,
rakið þá efnisþætti Hugar og heims, er mér þykja markverðastir, en rnikið hef
ég ósagt látið. Gefur þessi ritgerð því harla fátæklega mynd af efni bókarinnar.
Athugasemdir mínar helgast af þeirri sannfæringu, að gagnrýnin hugsun og
efahyggja séu meðal hinna æðstu dygða, enda er það í anda Guðmundar
Finnbogasonar: „Verið á varðbergi gegn því, sem ég segi, og reynið með ræki-
legri athugun og íhugun að komast að raun um, hvort þær skoðanir, sem ég
held fram, eru réttar eða rangar" (Hugur og heimur, 17. bls.). Mikið af að-
finnslum mínum eru lítið og illa rökstuddar, enda hugðist ég ekki rita þykka
bók og því síður leysa lífsgátuna. Seint verður lokaorðið sagt í þeirn l'ræðum,
sem í Hug og heimi eru reifuð.
Ég tel einsýnt, að Guðmundur hallist að hughyggju í heimspeki. Skoðanir
hans virðast að einhverju leyti sprottnar úr jarðvegi þýzkættaðrar frumspeki. Má
til marks um það nefna aðdáun hans á Henri Bergson. Guðmundur virðist liafa
orðið fyrir óverulegum áhrifum frá hinni upprennandi rökgreiningarheimspeki,
er var að ryðja sér til rúms á námsárum hans. Verðugt verkefni fyrir fræðaþuli
komandi tíma er að grafast lyrir um rætur skoðana Guðmundar, er virðast liggja
allvíða.
Magnús Ásgeirsson kvað:
Hormón er örlög! Harður lögmálsagi
hneppir vort líf í kroppsins fangavist.
Fúnksjónir kirtla fjarri meðallagi
framkalla Ribbentrop og Jesúm Krist.