Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 79
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUll JÓNASAR OG liJARNA
77
Drottinn Guð! Það þá náði þá fold fá
þinna fyrst var boða: fyrsta morgunroða
„verði ljós!“ brátt brá skæran að skoða.
blæju myrkra voða,
Síðan segir, að hin nýskapaða sól hafi kveðið loi á göngu sinni (Sálin.
19, 2). En að því er til mannanna kom, þótti Guði ekki nóg „augum holds að
lýsa“, heldur gaf þeim „gneista guðdóms eldsins vísa“, þ. e. hið innra ljós andans.
En þar eð oft dró skýlu fyrir það, sendi Guð af miskunn sinni son sinn til að
vísa mönnum veginn. Þegar menn samt lentu út af honum (vegna villukenn-
inga kirkjunnar), sendi Guð enn „ljós orðsins", þ. e. Lúther þeirn til vegsögu:
Þurfum því ei fet frá
feril þínum reika,
þó vitum oss veika.
Lát oss það ljós frítt
lengi veginn sýna!
og það megi æ nýtt
oss í myrkri skína,
og oss loksins það þýtt,
þá hérvistir dvína,
hefja í höll þína.
Bænarvers hefst með þessari stórsnjöllu líkingu:
Af feigðarheima fjöllum snæs
í míns hjarta
innstu parta
eilífs dauða andinn blæs!
Síðar segir með tilvísun til sköpunarsögunnar:
Önnur finnst þessu engin bót
grimmu grandi, en
Guðs að andi
anda dauðans andi mót.
sendu því drottinn sjálfur þann,
er vötnum yfir
áður sveif, og
fjörvi veröld frjóvga vann.
Bjarni lýsir því, að Guð sé ljóssins faðir, alvitur og heilagur, og getur á
ýmsan hátt tignar hans, nefnir hann t. d. „anda kóng“, „milding alda“, og enn
fremur „tíra gimla“.
En kærleikur Guðs er honum þó ríkastur í huga. Bæn þá skáldið hafði
útendað 5Ota árið, endar svo:
Varðveit þú faðir! mig og mína,
á miskunn fel eg oss alla þína.
Gef oss lastvart að lifa hér
og loks i dýrð hjá sjálfum þér.