Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 10
8
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN
ANDVARX
okkur alla, skortir að minnsta kosti þá ytri glæsimennsku, sem Ásgeiri
Ásgeirssyni, með sínum góðu gáfum og sinni skapgerð, verður, livar sem
liann kemur fram, þögult og ómetanlegt vitni þess, aS hann sé um flest
öSrum fremri." Nú vék ég mér aS piltinum, sem ég síSar reyndi aS óvenju-
legum vitsmunum og drengskap — og þjóSin aS frábærri skarpskyggni,
rökvísi og skyldurækni í mjög ábyrgSarmiklum og vandasömum störfum:
,,HvaS segir þú um framtíS og framalíkindi Ásgeirs Ásgeirssonar?"
SvariS kom mér mjög á óvart:
,,Þú veizt, aS hann er núna bankaritari i Landsbankanumr"
„Bankaritari, nei, — þaS vissi ég ekki, enda hef ég ekkert til hans
þekkt fyrr en ég fór aS spyrja mig fyrir út af fyrirlestrinum."
,,En starf hans núna synir hara, aS hann kann aS bíSa.“
„Og hvaS svo?“ Ég bjóst varla viS svari, en þaS kom — og þaS án
tafar:
„Ég held, aS hann geti meS tíS og tíma fengiS hvert þaS starf, sem
honum kynni aS þykja þess vert, aS hann legSi sig allan fram um aS
leysa þaS af hendi.“
ViS hinir kinkuSum kolli.
Til þessa dags hef ég svo hugsaS nokkrum sinnum á ævinni, en
aldrei frekar en þegar ég hafSi fengiS ful'la vissu fyrir því, þrjátíu og
fimm árum síSar, aS jxjóSin hefSi kjöriS hann í þaS embætti, sem hann
síSan gegndi í sextán ár og átti, ásamt húsfreyju sinni. ómetanlegan þátt
í aS afla ótvíræSrar virSingar og gildis sem tákni íslenzkrar þjóSareiningar
og stjórnarfarslegs og menningarlegs sjálfstæSis.
Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Kóranesi á Mýrum 13. dag maímánaSar
áriS 1894. Þegar móSir hans kenndi sín, brá bóndi hennar viS, tók tvo
fráa hesta og reiS allt hvaS af tók aS RauSanesi viS BorgarfjörS, því aS
þar bjó ljósmóSirin. En þrátt fyrir skjótan heimanbúnaS hennar og eins
hraSa reiS og hestunum mátti frekast bjóSa, kom hún of seint, enda leiSin
löng á þeirra tírna vísu.
En í eldhúsinu í Kóranesi beiS mihi vonar og ótta átján ára stúlka
og hlustaSi eftir hófadyn gegnum bárugjálfriS viS nesiS og hljóS hús-
freyjunnar. Hún hét Solveig, var systurdóttir sængurkonunnar og systir
hins síSar víSkunna og vinsæla læknis, Matthíasar Einarssonar. Allt í