Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 18
16
GUÐMUNDUR GISLASON HAGALIN
ANDVAllI
nýjum og stórvirkum veiðarfærum sópuðu upp hvers konar fiski á grunn-
niiðum, en voru svo dreissugir gagnvart forsjóninni, að þeir fleygðu fyrir
borð öllum afla nema flatliski. Þar með hófst mikil eyðing byggðarinnar.
Húsmönnum, sem lifðu eingöngu á sjósókn, var ekki lengur vært í
sveitinni, og bændum á hjáleigum og öðrum smábýlum fór fækkandi ár
frá ári.
Þegar svo þess er gætt, að árferði var yfirleitt erfitt hér á landi á
áratugnum 1890—1900, verður auðsætt, að verzlun Hyþórs Felixsonar í
Kóranesi og Straumfirði gat ekki orðið gróðafyrirtæki. Eftir að verzlunin
fluttist í Straumfjörð, tók við forstöðu hennar Ivar Helgason, en þau
Ásgeir og Jensína Björg bjuggu búi sínu á hálfri jörðinni, unz þau fluttust
til Reykjavíkur vorið 1902. Eyþór Felixson lézt haustið 1900. Hann
hafði þá verið þjáður af brjóstveiki í nokkur ár, og þó að hagur hans hefði
um skeið verið með alhniklum blórna, hafði hann síðustu árin tapað miklu
fé á útgerð þilskipa sinna, og ennfremur höfðu aukizt að miklum mun
skuldir viðskiptavinanna við verzlanir hans. Hann hafði svo árið áður en
hann lézt framselt hú sitt til gjaldþrotaskipta. En slík eftirmæli hlaut
hann i blaðinu Isafold:
„Hann var vestfirzkur að ætt og uppruna. Var á yngri árum póstur
vestra, orðlagður fyrir vaskleik, enda karlmenni að hurðum og fylginn sér.
Elingað til bæjarins fluttist hann fyrir meira en þrjátíu árum. . . . Hann
var ráðdeildarmaður og áreiðanlegur í viðskiptum, fastur í lund, tryggur og
vinfastur."
Skrá skiptaráðanda yfir tekjur þrotabús hans sýnir og, að vart hefði bú
hans orðið þrotabú, ef eignir þess hefðu ekki verið seldar á mjög óhag-
stæðum tíma. Söluverð Kóraness, hálfs Straumfjarðar og verzlunarhús-
anna þar var til dæmis aðeins kr. 2.050.00, sem var einungis rúmur helm-
ingur matsverðs, húsið Austurstræti 1 í Reykjavík var selt á kr. 8.500.00 —
og öll fjögur þilskipin á hálft áttunda þúsund. Þá var gengið rnjög slælega
að innheimtu þeirra skulda, sem verzlanirnar áttu hjá viðskiptamönnum
sínum.
Ásgeir Ásgeirsson var aðeins átta ára, þegar fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur, en frá bernsku sinni í Straumfirði átti hann minningar,
sem voru honum svo hugstæðar og kærar ævilangt, að enginn vafi getur