Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 146
144
1>ÓRDUII JÓNSSON
ANDVMU
„Að svo miklu leyti sem meðvitund mín um þessa mynd er skynjan,
þá get eg eliki greint hana frá myndinni sjálfri. Það tvennt fellur í þessu
tilfelli alveg saman" (122. hls.).
Líkami mannsins er hluti umhverfisins og er skynjaður á líkan hátt og um-
hverfið, en sá er munurinn á, að líkamann skynjar maðurinn jafnframt að
innan. Maðurinn skynjar líkamsástand sitt, „og þessar skynjanir eru staðsettar
í líkamanum, eins og skynjanir vorar af hlutunum umhverfis oss eru staðsettar
í þeim“ (124. bls.). Sem sé: Skynjanir hafa staðsetningu — eða hvað?
Lítum nú á, hvaða skilning þeir félagar, Bergson og Guðmundur, leggja
í þau vitundarfyrirbæri, er vér nefnum minningar. Minningar eiga það sam-
merkt með skynjunum, að þær eru myndir í huganum. Munurinn er, að minn-
ingt,r eru óljósar og sveipaðar móðu. Minning er eitthvað, sem skynjað hefur
verið í fortíðinni, og líkist því upprunalegu skynjuninni. En hvaðan koma
minningarnar í hugann? Guðmundur segir, að þetta sé merkingarlaus spurning:
„Um það verður ekkert sagt. Orðið hvaðan á við áttir, stefnur: frá
hægri eða vinstri, ofan eða neðan, austan eða vestan o. s. frv. Það á við
eitthvað innan rúmheildarinnar, myndarinnar, sem ég sé, en hugmynd-
irnar koma ekki í huga minn að ofan eða neðan, austan eða sunnan,
svo ég viti“ (127.—128. hls.).
Hugmyndirnar eru til staðar á líkan hátt og umheimurinn er til staðar og er
skynjaður af manni, sem hrekkur upp af svefni.
Nú er athyglisverðasta kenningin eftir: Hvernig hefur sá þáttur úr for-
tíðinni, sem nefnist minning, geymzt? Ljóst er, að ekki verkar áreiti á skyn-
færin, er endurminning kemur upp í hugann. Algengasta skýring á minningum
er áreiðanlega, að heilinn sé eins konar filma, sem festi allar skynjanir og varð-
veiti, en síðan komi minningarnar inn í meðvitundina misjafnlega skýrt. Menn
trúa því, að minningarnar eigi sér bólfestu inni í höfuðkúpunni. Hvað sem
réttmæti þessarar skoðunar líður, má búast við, að sérhvert atvik, sem upp-
lifað hefur verið, geti komið upp í hugann, þótt um síðir verði. Guðmundur
neitar því, „að heilinn geti geymt myndir eða merki liðinna atburða, er svari
til þeirra lið fyrir lið“ (132. bls.). Á hinn bóginn játar hann því, að heilinn sé
það sem hartn er vegna skynjananna, á líkan hátt og kaðall, sem notaður er
til að binda með bagga, lagar sig að byrðinni. Guðmundur telur þennan eigin-
leika ekkert eiga skylt við að gevma minningar. Hvernig geymist þá fortíðin?
Ekki stendur á svarinu:
„Him geymir sig sjálf, og him fylgir oss öll og óskipt. Allt það,
sem vér höfum fundið, skynjað, hugsað, viljað frá fyrstu stund með-