Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1973, Page 146

Andvari - 01.01.1973, Page 146
144 1>ÓRDUII JÓNSSON ANDVMU „Að svo miklu leyti sem meðvitund mín um þessa mynd er skynjan, þá get eg eliki greint hana frá myndinni sjálfri. Það tvennt fellur í þessu tilfelli alveg saman" (122. hls.). Líkami mannsins er hluti umhverfisins og er skynjaður á líkan hátt og um- hverfið, en sá er munurinn á, að líkamann skynjar maðurinn jafnframt að innan. Maðurinn skynjar líkamsástand sitt, „og þessar skynjanir eru staðsettar í líkamanum, eins og skynjanir vorar af hlutunum umhverfis oss eru staðsettar í þeim“ (124. bls.). Sem sé: Skynjanir hafa staðsetningu — eða hvað? Lítum nú á, hvaða skilning þeir félagar, Bergson og Guðmundur, leggja í þau vitundarfyrirbæri, er vér nefnum minningar. Minningar eiga það sam- merkt með skynjunum, að þær eru myndir í huganum. Munurinn er, að minn- ingt,r eru óljósar og sveipaðar móðu. Minning er eitthvað, sem skynjað hefur verið í fortíðinni, og líkist því upprunalegu skynjuninni. En hvaðan koma minningarnar í hugann? Guðmundur segir, að þetta sé merkingarlaus spurning: „Um það verður ekkert sagt. Orðið hvaðan á við áttir, stefnur: frá hægri eða vinstri, ofan eða neðan, austan eða vestan o. s. frv. Það á við eitthvað innan rúmheildarinnar, myndarinnar, sem ég sé, en hugmynd- irnar koma ekki í huga minn að ofan eða neðan, austan eða sunnan, svo ég viti“ (127.—128. hls.). Hugmyndirnar eru til staðar á líkan hátt og umheimurinn er til staðar og er skynjaður af manni, sem hrekkur upp af svefni. Nú er athyglisverðasta kenningin eftir: Hvernig hefur sá þáttur úr for- tíðinni, sem nefnist minning, geymzt? Ljóst er, að ekki verkar áreiti á skyn- færin, er endurminning kemur upp í hugann. Algengasta skýring á minningum er áreiðanlega, að heilinn sé eins konar filma, sem festi allar skynjanir og varð- veiti, en síðan komi minningarnar inn í meðvitundina misjafnlega skýrt. Menn trúa því, að minningarnar eigi sér bólfestu inni í höfuðkúpunni. Hvað sem réttmæti þessarar skoðunar líður, má búast við, að sérhvert atvik, sem upp- lifað hefur verið, geti komið upp í hugann, þótt um síðir verði. Guðmundur neitar því, „að heilinn geti geymt myndir eða merki liðinna atburða, er svari til þeirra lið fyrir lið“ (132. bls.). Á hinn bóginn játar hann því, að heilinn sé það sem hartn er vegna skynjananna, á líkan hátt og kaðall, sem notaður er til að binda með bagga, lagar sig að byrðinni. Guðmundur telur þennan eigin- leika ekkert eiga skylt við að gevma minningar. Hvernig geymist þá fortíðin? Ekki stendur á svarinu: „Him geymir sig sjálf, og him fylgir oss öll og óskipt. Allt það, sem vér höfum fundið, skynjað, hugsað, viljað frá fyrstu stund með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.