Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 55
ANDVATU
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
53
forystu Bændaflokksins, sem nú hatöi blaðið Framsókn að málgagni, að
flokkurinn ætti urn fram allt að gæta hagsmuna bænda, enda hefðu þeir
menn orðið ofan á í Framsóknarflokknum, sem ekki teldu sig fyrst og fremst
eiga að hera hag bændastéttarinnar fyrir hrjósti. Asgeir leit þannig á, að
honum bæri að vinna jafnt að hagsmunamálum sjávarútvegs sem land-
búnaðar, enda frá upphafi þingmennsku sinnar kosinn í kjördæmi, þar
sem þessir atvinnuvegir héldust í hendur hjá öllum þorra manna.
Vorið 1934 var í fyrsta skipti kosið samkvæmt hinni nýju skipan
um þingkosningar, og bauð Ásgeir sig frarn utan flokka í Vestur-Isafjarðar-
sýslu. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram á móti Ásgeiri í þetta sinn, en
ekki skorti miður vinsamleg skeyti í Tímanum frá fyrrverandi flokks-
hræð rum hans. LJrslit kosninganna urðu þó á sama veg og áður.
Stjórn Ásgeirs lét síðan af völdum hinn 29. júlí, og rnynduð var
samsteypustjórn Alþýðuflokksins, sem hafði fengið 10 þingmenn kjörna,
og Framsóknar, er hafð hlotið 15 þingsæti. Þessir flokkar áttu því sam-
tals 25 af 49 þingmönnum. Framsókn fékk tvo ráðherra í nýju stjórn-
inni, en Alþýðuflokkurinn einn. Jónas Jónsson varð þó ekki forsætis-
i'áðherra, heldur Hermann Jónasson, sem ekki hafði áður setið á þingi.
Bændaflokkurinn hlaut þrjú þingsæti, einn mann kjördæmakosinn og tvo
uppbótarþingmenn. Ásgeir tók þann kost að hafa samvinnu við Alþýðu-
flokkinn og sat fundi þingmanna hans. Stjórnin hafði ekki meirihluta í
báðum deildum þingsins, en stuðningur Ásgeirs og Adagnúsar Torfasonar
dugði henni. Magnús var annar af uppbótarþingmönnum Bændaflokks-
ins, en virti flokkstengslin lítils, þegar á reyndi. En stjórnarsamvinnan
rofnaði eftir þrjú ár, og fóru fram kosningar vorið 1937. Fyrir kosningarnar
gekk Ásgeir í Alþýðuflokkinn og bauð sig fram í sínu gamla kjördæmi sem
fulltrúi hans. Þá skrifaði Jónas Jónsson heilt hlað af Tímanum, sem ein-
göngu var beint gegn Ásgeiri, og lét senda á hvert einasta heimili í kjör-
dænri hans. Þá var oo fen^inn til framboðs 2eRn honum af hendi Fram-
soknarflokksins hinn vinsæli gáfumaður Jón Eyþórsson, sem síður en svo
lá á liði sínu, en frá Sjálfstæðisflokknum var í kjöri Gunnar Thoroddsen,
einn hinn lægnasti, mælskasti og vinsælasti úr hópi yngri menntamanna
Hokksins, en hann hafði setið á þingi síðasta kjörtímabil sem upphótarþing-
naaður. Varð kosningabaráttan ærið hörð og fundir langir, til dærnis stóð
fundurinn á Flateyri í ellefu klukkustundir, og taldi Jónas Jónsson víst, að