Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 39
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
37
strax grein fyrir mikilvægi þess. Nemendur voru flestir komnir undir
tvítugt, sumir líka jafnaldrar Asgeirs eÖa eldri jafnt stúlkur sem piltar.
Og svo til allir virtust þeir vera komnir í skólann með furðu næman
skilning á því, að þeir ættu að gegna að loknu nárni mjög svo mikilvægu
starfi í þágu þjóðar sinnar, og létti þessi skilningur nrjög svo mikið starf
Ásgeirs og gerði honurn það ljúfara. Víst mun og um það, að út úr skól-
anum munu fáir hafa farið án þess að eiga sér þá hugsjón að vinna gagn
landi og lýð, og eignaðist Ásgeir þarna fjölda vina um land allt, og treysti
það tengslin milli hans og þeirra, að þeir áttu flestir við hann náin sam-
skipti þau ár, sem hann var fræðslumálastjóri.
Áður hefur verið getið Ugnmennafélags Reykjavíkur. ASalstofn-
andi þess var Guðbrandur Magnússon prentari frá Fossi í Seyðisfirði, og
tókst nrjög náið samstarf með honum og Jónasi frá Hriflu, Laufássystk-
inum og Ásgeiri Ásgeirssyni. SjálfstæSi íslands og verndun íslenzkrar
tungu og menningar, sanrhliða skógrækt og yfirleitt ræktun landsins voru
aðalmál ungmennafélaga á fundurn þeirra. Einhver mesti eldhugi Iireyf-
ingarinnar í Reykjavík var Tryggvi Þórhallsson, og sakir þess uppeldis,
sem hann og systkini hans höfðu hlotið í Laufási og forystuhlutverks föður
þeirra í landbúnaðarmálum, var það næsta eðlilegt, að Tryggvi, sem var
glæsilegur og hraðmælskur áhugamaður, hlyti að verða einn hinn allra
fremsti ungra rnanna í flokki, sem stofnaður væri á grundvelli samvinnu-
steínu, aukinna framfara og framtaks í sveitum landsins og traustra tengsla
við þjóðlega menningu. Andi ungmennafélagshreyfingarinnar hvatti yfir-
leitt félagana til samtöðu við Framsóknarflokkinn, strax og hann hafði verið
stofnaSur, þó að flestir þeirra — og þar á meðal Ásgeir ætluðu sjálfum sér ekki
framtíð á sviði íslenzkra stjórnmála. Þegar hann kom heim úr för sinni til
Danmerkur og SvíþjóSar, hafði Tíminn komið út í nokkra mánuði undir
stjórn GuShrands Magnússonar og var illa staddur fjárhagslega. Ásgeir
var þá þrábeðinn um að taka að sér að gerast gjaldkeri hlaðsins, og lét hann
dl leiðast. Reyndist honum ærið erfið fjársöfnun handa blaðinu, en þar
eð Tryggvi Þórhallsson varð ritstjóri þess síðla hausts 1917, hafði Ásgeir
gjaldkerastarfið á hendi í full tvö ár. ÞaS kom svo af sjálfu sér, að hann
sótti oft fundi flokksins og tók þar þátt í umræðum. Jónas frá Hriflu hafði
sem ritstjóri Skinfaxa verið mjög dáður og unnið ungmennafélagshreyfing-