Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 104
102
riNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
Þá mælti Snorri goði: „Um livað reiddust goðin þá, er hér hrann hraunið,
er nú stöndum vér á?“ Eftir það gengu menn frá lögbergi.
Jarðfræðilegar athuganir á Eldborgarhrauni1 2) og hraunum Hellisheiðar)
hafa leitt í ljós, að frásagnir Landnámabókar og Kristnisögu af fyrrnefndum jarð-
eklum fá að öllum líkindum staðizt, að Eldhorgarhraun hið yngra hafa raun-
verulega runnið á landnámsöld og hraun hafi teygt arma sína af Hellisheiði
ofan í byggð sumarið 1000.
Þá víkur sögunni til Loðmundar hins gamla, er skaut á leið til íslands „fvrir
borð öndvegissúlum sínum í hafi og kvaðst þar byggja skyldu, sem þær ræki
á land“, eins og segir í Landnámahók. Loðmundur bjó í Loðmundarfirði einn
vetur, en liélt þaðan, er liann frá til öndvegissúlna sinna fyrir sunnan land.
„Hann nam þar land, sem súlurnar höfðu komið, og á milli Hafursár og
Lúlalækjar; það heitir nú Jökulsá á Sólheimasandi. Hann bjó í Loðmundar-
hvammi og kallaði þar Sólheima.
Þá er Loðmundur var gamall, bjó Þrasi í Skógum; hann var og fjölkunnigur.
Það var eitt sinn, að Þrasi sá um morgun vatnahlaup mikið; hann veitti vatnið
með fjölkynngi austur fyrir Sólheima, en þræll Loðmundar sá og kvað | lalla]
sjó norðan um landið að þeim. Loðmundur var þá blindur. Hann bað færa
sér í dælikeri það, er hann kallaði sjó, og er hann kom aftur, sagði Loðmundur:
1) Jóhannes Askelsson: „Þar var bærinn, sem nú er borgin," Náttúrufræðingurinn 1955,
122-132.
2) Þorleifur Einarsson: Þættir úr jarSfræði Hellisheiðar, Náttúrufræðingurinn 1960-1961,
151-175.