Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 58
56
C.UÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
Ásgeiri voru falin mörg önnur trúnaðarstörf á tímabilinu frá 1937 til
1952. Þau voru sem hér segir, og sé ekki annars getiú, gegndi hann
starfinu allt til ársins 1952:
Hann var formaður Stúdentagarðsnefndar frá 8. september 1937, og
í utanríkismálanefnd átti hann sæti sem fulltrúi flokks síns frá 1938. 1
samninganefnd utanríkisviðskipta var hann frá 3. febrúar 1942. Hann
sat á fjármálaráðstefnu I íinna sameinuðu jijóða í Bretton Woods í Banda-
ríkjunum 1944, sem ákvað stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, og varð síðan fulltrúi Islands í stjórn sjóðsins. I undirbúnings-
nefnd lýðveldishátíðarinnar starfaði bann 1943 til 1944 og í Hrafnseyrar-
nefnd frá 1945. Þá var bann í sendincfnd íslands á allsherjarþingi Sanr-
einuðu þjóðanna 1947 og 1948. Loks átti bann um langt skeið sæti í
stjórn þingmannasambands Norðurlanda og var formaður þess 1930.
Svo er þá komið að miklum tímamótum í ævi og starfi Ásgeirs Ásgeirs-
sonar. Sveinn Björnsson, binn rnikli framtaksmaður, ómetanlegur braut-
ryðjandi í utanríkismálum íslands, ríkisstjóri og síðan fyrsti forseti bins ís-
lenzka lýðveldis, lézt 25. janúar 1952 og var harmaður af einbuga þjóð sinni.
Var það síðan að vonum mikið rætt um land allt, bver verða skyldi eft-
irnraður bans. Þeirn, er þetta ritar, er það fullkunnugt , að Ásgeiri Ásgeirs-
syni kom í fyrstu alls ekki til hugar að bjóða sig fram við hinar væntanlegu
forsetakosningar. En brátt tóku að korna til bans vinir og kunningjar úr
öllum stjórnmálaflokkum og skoruðu á bann að gefa kost á sér. Þá bárust bon-
um og mörg tilmæli bréflega og símleiðis utan af landi. Og þar kom, að
hann þóttist ekki geta skorazt undan því að vera í kjöri, og þá er liann bafði
ákveðið það, sótti hann fast að verða kosinn, svo sem allt annað, sem bann
tók sér fyrir hendur um ævina. Eins og alkunnugt er, þótti flestum ólíklegt,
að hann hlyti kosningu, þar eð ríkisstjórn tveggja stærstu stjórnmálaflokka
landsins fékk til framboðs á sínum veoum mann, sem naut mikillar virð-
ingar og hylli í höfuðstaðnum eftir fjögurra áratuga frábært starf. En á
kjördegi, sem var 22. júní 1952, sýndi þjóðin það, að hún vildi ekki láta
stjórnmálaskoðanir ráða því, hvern hún veldi forseta, því að Ásgeir Ásgeirs-
son var kjörinn og tók við embætti 1. ágúst. Síðan var hann forseti í fjögur
kjörtímabil eða til ársins 1968.
Á forsetaheimilinu hér á landi er sérlega gestkvænrt, og var það mjög
rónrað, hversu vel þeim lét það Ásgeiri Ásgeirssyni og frú Dóru Þórhalls-