Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 16
14
GUÐMUNDUR GISLASON IIAGALIN
ANDVAKI
þegar einn brotskatlinn af öðrum buldi á klettunum. Mun þá vart bafa
heyrzt mannsins mál fyrir brimgný, og auk þess mun sælöður liafa drilið
yfir húsin. 1 Kóranesi hafði mótað fyrir rústurn af verbúð, þegar maður
nokkur settist þar að með íjölskyldu sína um 1680 og fékk nokkra gras-
nyt. Var kotið í landi Alftaness, sem er stórbýli, enda vitað, að alls hafi
ellefu hjáleigur verið byggðar í landi þess. Kóranes fór síðan í eyði í
Stórubólu 1707, og í eyði var það, unz Eyþór Felixson stofnaði þar verzl-
un. Sii varð raunin, að þeir feðgar, Eyþór og Ásgeir, töldu þar ekki gróða-
vænlegt til frambúðar, og varla mun faktorsfrúnni hafa verið nauðugt að
flytja þaðan. En þó að Asgeir Ásgeirsson væri aðeins tveggja ára, þegar hann
fluttist frá Kóranesi, átti hann þaðan ógleymanlega minningu. Hann
segir svo í grein í bókinni Móðir mín, sem út kom árið 1949:
,,Þar er ég fæddur og man þar fyrst eftir mér á Kóraneshöfðanum,
sem þá var ein grastorfa, á aðra hönd Hafnarfjall í fjarska, eins og blár
veggur, og á hina valt Röstin fram með jötunafli og boðaföllum, en fram
undan sjórinn spegilsléttur, allt út í hafsauga. Ég var að keppa við aðkomu-
krakka um það, hver gæti horft lengst beint í sólina, án þess að depla
augum. Þá kom móðir mín og stöðvaði þennan leik. Ekki man ég, hvernig
orð féllu, en mér er enn sem ég sjái rnóður mína korna upp á höfðann,
létta í fasi, unga og glæsilega. . . . “
Það var vorið 1896, að fjölskyldan og verzlunin fluttist úr Kóranesi i
Straumfjörð, en þar hafði Ásgeir faktor fengið ábúð á nokkrum jarðar-
hundruðum. 1 Kóranesi er nú enn önrurlegra um að litast til búsetu en
fyrir átta áratugum, því að mjög hefur uppblástur skert grastorfuna á kletta-
höfðanum og lítill og fátæklegur gróður er þar í næsta nágrenni. En allt
að því sandfyllt tóftabrot og allmikill grjótgarður vitna um veru Ásgeirs
Eyþórssonar og fjölskyldu hans á þessum stað, þar sem útsýnið eitt mun
enn sem fyrr heilla hvern þann, sem þangað leggur leið sína á björtum
degi, hvort sem lognhvítur og lágvær sjór er fyrir landi eða rismiklir
brimskaflar æða í löngum röðum upp að hömrum og söndum.
Jörðin Straumfjörður er allstór eyja, sem verður landföst, þegar út
fellur. Dregur hún nafn af firði, sem skerst inn í landið milli Kóraness og
Höllubjargs, sem sagt er að kennt sé við hina mikilhæfu og fjölkunnugu
Straumfjarðar-Höllu, sem frá er hermt í þjóðsögum. Fram með bjarginu
liggur geysistraumbörð röst, og þarf mikla aðgæzlu og kunnugleik til að