Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 52
50
GUÐMUNDUR GÍSLASON UAGALIN
ANDVAIU
skrárbrot, þar eð ekki höfðu verið afgreidd fjárlög. Varð mikið uppþot í
þingsalnum, en síðan í Reykjavík. En hvorki friðsamlegt ráðabrugg né
ógnanir um ofbeldi fengu breytt ákvörðun forsætisráðherra eða ómerkt
hana, en þar eð víða hefur verið um allt þetta fjallað og frá því sagt, skal
hér ekki frekar út í það farið. Þess skal þó getið, að meðráðherrar forsætis-
ráðherra sögðu af sér, og við störfum þeirra tók Sigurður Kristinsson, for-
stjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Nýjar kosningar voru boðaðar,
og var þar mikil harka í sókn og vörn á báða bóga. En kosningaúrslitin urðu
þau, að Framsóknarflokkurinn bætti við sig, fyrst og fremst út af kjördæma-
málinu, fjórurn kjördæmakosnum þingmönnum og átti nú 23 menn á
þingi. Var þetta glæsilegur sigur, en leysti þó ekki þann vanda, sem flokkn-
um hafði verið á höndum. I fyrsta lagi sýndi það sig, að þrátt fyrir sigur-
inn hafði flokkurinn aðeins hlotið 35% greiddra atkvæða, og í öðru lagi
hafði hann ekki nægt fylgi til að koma neinu máli fram á þinginu. I efri deild
voru fjórir landskjörnir þingmenn andstæðinganna, og Framsóknarflokkur-
inn gat ekki fengið þangað kosna fleiri sína menn en svo, að atkvæði væru
þar jöfn. Var því engin önnur leið fyrir hendi en kornast að einhverju
samkomulagi um nýja kjördæmaskipan, því að nýtt þingrof var til-
gangslaust, flokkurinn hafði enga möguleika á að fá nægilega marga þing-
menn kjörna til þess að ráða á Alþingi lögum og lofum.
Alþingi var sett 15. júlí, en bið varð á myndum nýrrar stjórnar. Gekk
í þófi um meðráðherra Tryggva Þórhallssonar, en þar kom, að jónas Jónsson
tók við sömu ráðuneytum og áður, en Asgeir Asgeirsson varð fjármálaráð-
herra samkvæmt eindregnum óskurn alls þingflokksins, að tveimur mönnum
undanskildum, og var annar þeirra Jónas Jónsson. Var Ásgeir síðan fjár-
málaráðherra í þrjú ár og var ekki öiundsverður af því embætti, því að
heimskreppan var þá í algleymingi. Allir heinrtuðu sparnað, og alltaf
var því illa tekið af einhverjum, ef Ásgeir lagði til að skera eitthvað
niður á fjárlögum eða ná fé i ríkissjóð, sem áður hafði farið til annarra
þarfa. Sparnaður var mikið hafður á orði, en annað vildi verða upp á
teningnum, þegar til framkvæmdanna kom. Sjávarútvegurinn var hörmu-
lega staddur. Margir urðu gjaldjrrota á jiessum árum og ekkert gert til
bjargar i líkingu \úð Kreppulánasjóð bænda. En ekki vegnaði þó ríkissjóði
verr en svo, meðan Ásgeir var fjármálaráðherra, að ríkisskuldir jukust
aðeins um hálfa aðra milljón. Þá var og kjördæmamálið ekki úr sögunni,