Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 14
12
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN
ANDVAHI
til Reykjavíkur leigða stóra lóð ofarlega við Skólavörðustíginn. Þar reisti
hann myndarlegt luis með tveimur burstum og kallaði það Holt. Við luis
sitt ræktaði hann síðan allvíðlent tún.
Eyþór Felixson var þríkvæntur. Hann missti fyrstu konu sína frá
þremur börnurn árið 1864, en kvæntist árið eftir Kristínu, senr eins og
áður segir var dóttir sér Gríms Pálssonar á Helgafelli, en hún var þá
ekkja Friðriks Eggertssonar á Hallbjarnareyri. Þremur árum síðar fæddist
þeim sonur, sem skírður var Asgeir. Hann fékk allgóða uppfræðslu og
vandist snemma verzlunar- og skrifstofustörfum, því að faðir hans hóf
eiain verzlun árið 1880. Ásoeir var maður ekki mikill vexti, en vel vaxinn
O O
og þreklegur, þótti andlitsfríður og svipurinn geðþekkur. Hann var ekki
annar eins hörku- og kappsmaður og faðir hans, var ljúfari í lund, glað-
vær og góður viðlyndis og varð mjög vinsæll. Hann var og snyrtimenni og
þótti í hópi glæsilegustu ungra manna í bænum. Hann hlaut góðan kven-
kost, þar senr var Jensína Björg Matthíasdóttir í Holti. Þau voru gefin
saman árið 1892, Ásgeir þá 23 ára, en Jensína Björg 27.
Jensína Björg var yngst sjö systkina. Holt var menningarheimili, bar
sem var risna rnikil, og komu þar jafnólíkir rnenn og Jón forseti Sigurðs-
son og Eiríkur frá Brúnum. Jensína naut góðrar fræðslu og kynna gáfaðra
gesta. Hún var snemma gjörvuleg heimasæta, reisn í framkomu hennar
og svip, en um leið var hún kvenleg í háttum, og góðviljuð var hún, glað-
vær, en þó hófsöm. Hún var og vel viti borin og var að sama skapi vel
verki farin. Systurnar voru sex, og eftir lát foreldra sinna bjuggu þrjár
þeirra um nokkurt skeið í Holti, Pálína, Guðrún og Sigríður, en Pálína,
sem var elzt, hafði lengi verið önnur húsmóðir heimilisins, því að rnóðir
hennar var löngum bundin ljósmóðurstörfum. Systurnar tóku til fósturs
og frama tvö börn Maríu systLir sinnar og Einars skrifstofumanns Páls-
sonar á Akureyri. Börnin voru Matthías, sem Holtsheimilið kostaði til
náms í latínu- og læknaskólanum, og Solveig, sem áður getur sem ljósu Ás-
geirs Ásgeirssonar. Þegar svo eini bróðirinn, Matthías, kvæntist, tók hann
við föðurleifð sinni í Holti og varð þar bóndi og kaupmaður, en hann var
næstyngstur systkinanna. Engin af þessum þremur systrum giftist, og voru
þær þó allar álitlegar, greindar og vel verki farnar, og örlög tveggja þeirra
réðust með nokkuð óvenjulegum hætti. Guðrún tók sér haust eitt far til Vest-