Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 89
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG BJARNA
87
Texti áramótaræðunnar er 1. Móse. 8,22: „Meðan jörðin stendur, skal ekki
linna sáning og uppskera, frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt.“ Elsk-
hugi náttúrunnar valdi sér með því verðugt og kært umræðuefni, enda gætir í
máli hans mikillar lotningar og heitrar lofgjörðar andspænis opinberun Guðs í
náttúrunni. Jónas segir: „Þetta er löggjöf þess almáttuga". . . . „Hér er sú guð-
lega niðurskipan, sem verðskuldar nákvæmari aðgæzlu" .... Hver fær yfirvegað
þessa guðdómsfullu niðurskipun án þess að hjarta hans fyllist af undrun og til-
beiðslu."
Að öðrum þræði snýst þessi ræða um, að allt er í heiminum hverfult, en
eilífðin tekur við af árunum, og er vér stígum fyrir dómara allra tíma, fylgja oss
verk vor.
Orðrétt segir: „Hvílík uppörvun að vanda vor verk, að vér ekki síðar bera
megum kinnroða fyrir þetta vort skart, í hverju vér skulum fram koma fyrir
dómstól mannsins sonar á þeim mikla degi hans tilkomu.“
Ræðunni lýkur þannig: „Tökum því vara á tímanum, fyrir hvers brúkun
vér eigum þá einnig reikning að standa. Skoðum skaparann í hans verkum, svo
vér fáum lært að treysta þeim eilífa og tilbiðja þann almáttuga, — lært að elska
Guð misskunnarinnar og þar við að gjöra oss verðuga hans elsku, þá mun sá
hverfuli tími, með öllum sínum umbreytingum, aldrei fá gjört oss kvíðafulla —
vonglaðir treystum v'ér Drottni, tímans óbreytta stjórnara, hann er vor faðir, hann
er vor skjöldur og mikil laun. Amen.“
Hér leynist ekki einlægni og alvara trúarlífs Jónasar þegar á skólaárum hans.
1 Kaupmannahöfn lá allt annað í loftinu en hér í einangruninni. Þar voru
ólgandi straumar, og stefnur beindust í ólíkar áttir. Hér verður aðeins fáu aukið
við það, sem fyrr var stiklað á.
Á Hafnarárum Jónasar er skynsemistrúin að kalla úr sögunni meðal danskra
menntamanna. J. P. Mynster biskup stendur á hátindi frægðar sinnar og valda.
Hann varð Sjálandsbiskup 1834. A honum var mesta dálæti. Jónas var einn
þeirra, sem snöruðu Hugleiðingum hans á íslenzku, og ekki sízt vegna mál-
fegurðarinnar varð útgáfa þeirra merkisviðburður í íslenzkri sögu.
T. C. Sibbern, víðkunnur heimspekikennari, var þá á blómaskeiði. Hann
var jákvæður og örvandi á kennarastóli. Taldi sig ekki rígbundinn trúarjátning-
um, en lagði áherzlu á, að traustið væri gildasti þráður trúarinnar.
Eins og alkunnugt er, ollu deilur hans við H. N. Clausen miklu róti og
knúðu fjölmarga til umhugsunar um trúmálin.
H. L. Martensen var líka kominn til sögunnar, fór frægð hans ört vaxandi,
og hafa fáir danskir guðfræðingar orðið víðkunnari.
Höfuðskáld Dana á þessu tímabili voru flest prestar eða kristnir áhuga-