Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 27
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
25
borgið, þurftu oft að laga reiðing á hestunum og láta upp á þá, sem settu
ofan af sér. Einna verst reyndist þeim það viðureignar, þegar plankaendi á
einum klárnum rakst gegnum hotn á kvartéli, sem annar bar. Verst gekk
reksturinn upp úr hyggð og gróðurlendi, og var kornið að dagmálum eða
vel það, þegar öræfin tóku við, en þá voru klárarnir ekki eins hágrækir
og áður. En samt var sitthvað, sem olli erfiðleikum, og þegar ekki var
eftir, að sögn þeirra Einars og Páls, nema um það hil þriggja tíma ferð,
voru þeir félagarnir orðnir úrvinda af þreytu. Þeir tóku því ofan af hest-
unum og sprettu af þeim, og síðan lögðust þeir til svefns. Hestarnir veltu
sér, en runnu síðan áfram og linntu ekki förinni fyrr en heirn var komið.
Stefán sendi þá röskan mann með hestahópinn til að ýta við þreyttum
görpum sínum og sækja klyfjarnar. Þegar hann kom á áningarstaðinn, sá
hann þá liggja þar enn í fastasvefni, Einar og Pál, en hvað hafði orðið
af kaupamanninum nýja? Jú, hátt uppi í fjallshlíð sá sendimaðurinn ein-
hvern á rjátli. Elann þaut af stað veifandi og kallandi, en ekki fékk hann
einu sinni svar, þegar hann var kominn fast að hinum nýja þénara Stefáns
bónda, og varð honum þá augljóst, að hinn ungi myndarmaður ráfaði
þarna steinsofandi. Hann vaknaði og ekki fyrr en sendimaðurinn þreif til
hans. Eitt sinn, þegar Ásgeir Ásgeirsson sagði af sinni eðlislægu og alkunnu
kímni frá þessari svefngöngu, lauk hann máli sínu þannig:
„Þá komst ég kannski frekar en nokkru sinni áður eða síðar til viður-
kenningar á sannindum hins forna málsháttar: Margur er kviks voðinn.“
Stefán í Möðrudal var sonur Einars bónda á Brú á Jökuldal Einars-
sonar. Hann kvæntist Aðalhjörgu, dóttur Sigurðar hónda Jónssonar í
Möðrudal, og bjó þar 1875—78. Elann missti konu sína af harnsförum
árið 1876 — og syrgði hana mikið, og árið 1878 fluttist hann að Ljósa-
vatni í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann kvæntist Arnfríði, dóttur Sigurðar
hreppstjóra á Ljósavatni Guðnasonar. Eftir tveggja ára búskap þar nyrðra
fluttist Stefán á ný í Möðrudal og hjó þar til dánardægurs 1916.
Stefán var fríður sýnum og þó svipmikill, meðalmaður á vöxt, en með
afhrigðum snarlegur og hreyfingarnar svo sem fjaðurmagnaðar. Hann
stundaði frábærlega vel bú sitt, en leyfði sér þó að fara nokkrum sinnum
utan. Sitthvað benti til þess, að aldrei hefðu gróið þau sár, sem hann hlaut
við missi fyrri konu sinnar. Hann var ekki vinnuharður húshóndi, en vand-
lega gætti hann þess, að öll tilhögun vinnunnar væri með þeim liætti, sem