Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 178
176
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
yður á næstliðnu sumri með sunnan-
skipurn hafi til skila komið, og þykir mér
illa, ef hann skyldi hafa misfarizt, því
þótt hann ekki sé mikils virði í sjálfum
sér, hefir hann þó kostað mig of mikla
fyrirhöfn til þcss að glatast skyldi áður
en búinn hefði verið að ná því fyrirætlaða
augnamiði, ncfnilega að koma fyrir yðar
sjónir og þola yðar réttvísa dóm, annað-
hvort til útskúfunar eða útvalningar. Eg
hirði ei um að fara um hann fleirum
orðum að sinni, því það er líka til einskis,
hafi hann orðið allur á leiðinni, en hafi
hann afkomizt, þá vonast eg til að vænta
línu frá yður við fyrstu hentugleika, er
gefi honum þann vitnisburð, sem yður
virðist hann hclzt eiga skilið, hvernig sem
hann svo vera kynni.
Geysiþung kvefsótt (eða eg veit ekki að
gefa henni það rétta nafn) leggur nú
fjölda fólks í rúrnið um óhentugasta tíma,
og suma í gröfina, meðal hverra prest-
ana Björn Jónsson í Bólstaðarhlíð og Arna
Illugason á Hofi, samt Mad. Idólmfríði
konu sýslumanns — fyrrum hér í sýslu
-—- Jóns Jónssonar á Reykjum. Nýting
heyja er þar til einhver hin bágbornasta
hér urn sveitir, svo lítur út fyrir, að lífið
verði þeim erfitt, er af tóra og sóttin ei
burtu tekur.
Að cg ekki mæði yður lengur með þess-
um harmaþulum, enda eg miða þennan
í fulltrausti um annan miklu fullkomn-
ari frá yðar góðu hendi, um forlög ritlings
míns, hafi hann til skila komið.
Eg vil með ánægju finnast
yðar hávelborinheita
þénustusk. heiðrari
Hallgrímur Jónsson.
Sveinsstöðum, 14. febrúar 1826.
I Iáttvirti herra prófessor!
Þótti eg maklega megi fyrirverða mig
að skrifa yður á grálappa þennan, trcysti
eg samt yðar margreyndri góðmennsku,
að ei misvirðið þennan rustahátt minn,
þar ei átti kost á öðrum betri pappír í
Símonscns höndlun næstliðið sumar.
Eftir að eg á næsdiðnu sumri var búinn
að skrifa yður, meðtók eg yðar háttvirta
elskulega bréf frá 2. maí f. á. ásamt með-
fylgjandi Sagnablöð og Ilermóð nr. 1,
hvað allt eg hér með ástsamlega skyldug-
ast þakka.
Þér minnizt á í áminnztu háttvirtu
bréfi yðar, að eg þyrfti endilega að bæta
við mönnum svo sem Vídalín, Gröndal og
fl., en báðir þessir eru í bókina innkomnir,
sá fyrrtaldi er þar fyrstur talinn undir
bókstafnum G, en hinn síðari í Benedikta-
tölunni undir bókstafnum B, og um hvor-
ugan er mér að svo komnu unnt að fá
meiri upplýsingu en eg gefið hefi, þótt
eg hafi hennar leitað syðra, eins og eg
áður ávikið hefi. Fáeinum mönnum er
hér samt viðbætt á innlögðum blöðum,
hverra ekki er áður minnzt. Það eg hefi
um Bjarna Þórðarson skrifað, er eftir hans
eiginhandar skriflegu ávísun mér tilsendri
fyrir milligöngu capclláns síra Friðriks
Jónssonar á Brandsstöðum á Reykjanesi,
cn þó af mér nokkuð stytt og samandregið.
Ef þér annars spáið mér, að eg í þessu
ckki vinni fyrir gýg, og þér kynnuð muna
til fleiri manna, sem eitthvað hafa eftir
sig látið í bundinni eða óbundinni ræðu
og þess vegna innfærast þyrftu, vildi eg
auðmjúklega biðja yður gefa mér nöfn
'þcirra uppteiknuð, ef eg kynni eitthvað
að geta um þá saman tínt.