Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 148
146
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVARI
spurningum leitast Guðmundur við að svara og gerir það á grundvelli kenn-
inganna framar í bókinni. Hugmyndir og skilningur verða til fyrir samspil
skynjana og minninga, þ. e. a. s. reynslu. Á 140. bls. segir:
,,1 hverri algengri skynjan er þd eins og endnrminningin sé ofin
saman við skynjanina, og í rauninni er það, sem vér beint skynjum,
aðeins lítill hluti af því, sem vér þykjumst sjá og heyra. Mestur hlutinn
kemur frá minninu."
Þetta kannast flestir við. Því oftar sem vér sjáum eittbvað, þeim mun fljót-
ari erum vér að átta oss á því. Gott dæmi er lestur. Vér lesum ekki stafina,
heldur orðin og tökum oft ekki eftir, þótt prentvillur séu í orðurn eða stafi
vanti, því að endurminningarnar um orðin segja oss, bvað á að standa. Á
sama hátt verða ofskynjanir til. ímyndunaraflið, innblásið af minningum,
rangtúlkar skynjanirnar. Skynjanir og ofskynjanir eru jafnraunverulegar í þeirri
merkingu, að þær orka eins á hugann. Idvernig greinum vér þá milli skynjana
og ofskynjana? Mismunurinn er einfaldur. Ofskynjanir og það, sem vér
nefnum óraunverulegt, er þess eðlis, að vér getum látið sern það sé ekki til.
Vér þurfurn ekki að taka tillit til þess í lífi voru. Dreymi mig um nótt, að ég
sé staddur í Suður-Ameríku, fer ég ekki morguninn eftir og kaupi mér far-
miða til íslands, heldur læt sem ekkert sé. Á 145. bls. segir:
„. . . . vér teljum hvern hlut að því skapi verulegri sem vér verð-
um meira tillit að taka til hans og beygja oss fyrir honum."
Raunverulegir hlutir einkennast af því að vera áþreifanlegir. „Enginn er sann-
færðari um, að veggurinn sé verulegur hlutur, heldur en sá, sem rekur sig á
hann . . . .“ (147. bls.). Sama máli gegnir um óefniskennd fyrirbæri, svo sem
hugmyndir.
„Því meiri áhrif sem þær hafa á oss, því meir sem þær koma róti
á geðshræringarnar og vekja hvatir til athafna, því meiri veruleik
eignum vér þeim" (147. bls.).
Nú er komið að ákaflega mikilsverðu atriði. Er veruleikinn einungis það,
sem hann virðist vera frá sjónarhóli einhverrar vesællar mannveru, eða er
hann eitthvað í sjálfu sér, „an sich“, eins og Immanúel Kant orðaði það?
Guðmundur segir, að oss komi ekkert við, hvernig hlutirnir eru í sjálfu sér,
og á hann þar kollgátuna. Hins vegar virðist mér ónauðsynlegt að gera ráð
fyrir því, að til sé einhver veruleiki í sjálfum sér. Allar hugmyndir vorar um
veruleikann verða til með upplýsingum frá skilningarvitum vorum. Rök-