Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 115
ANDVARI
KOPERNIKUS, ÆVI IIANS OG AFREK
113
Sólkerfismynd Kóperníkusar í einfaldaSri mynd.
Hvelfing fastastjamanna er ekki sýnd á myndinni.
himinhvolfinu stafar af því, að jörðin sjálf snýst um möndul sinn í gagnstæða
átt.
4. Auk möndulsnúningsins og hringhreyfingar um sólina hefur jörðin
þriðju hreyfinguna, sem lýsir sér í hringveltu möndulsins, en sú velta veldur
árstíðaskiptunum. — Hér má bæta við til skýringar, að þessi þriðja hreyfing
jarðar, sem Kóperníkus gerir ráð fyrir, er nú á tímum talin óþörf viðbót, þar
sem hún er í rauninni sett fram til að skýra það, hvers vegna möndull jarðar
stefni ávallt á pólstjörnuna, þótt jörðin gangi umhverfis sólina.
5. Sú staðreynd, að fastastjörnurnar sýna enga afstöðubreytingu, þótt
jörðin gangi kringum sólina, stafar af því, að vegalengdin rnilli jarðar og sólar
er hverfandi lítil í samanburði við þá órafjarlægð, sem stjörnuhiminninn er í.
Kóperníkus lýkur ágripi sínu, Commentariolus, með því að slá því föstu,
að allt kerfi himintunglanna megi skýra með aðeins — takið eftir orðinu aðeins
— 34 hringhreyfingum. Þetta var ekki nema lítið brot al' þeim fjölda hring-
hreyfinga, sem þurfti í Ptólemæusarkerfinu. Það, að Kóperníkus lét ekki prenta
ágripið Commentariolus, heldur sendi það nokkrum mönnum handskrifað, er
stundum túlkað sem varkárni af hans hálfu, tilraun til að þreifa fyrir sér um