Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 54
52
GUÐMUNDUR GÍSLASON IIAGALÍN
ANDVARI
að ýmsir í Framsóknarflokknum töldu sig ekki geta við það unað, þar á meðal
jafntraustir flokksmenn og Bernharð Stefánsson, og tóku því að gefa út
blað, sem hlaut nafnið Framsókn.
Vorið 1933 fóru fram kosningar til Alþingis vegna þeirrar stjórnar-
skrárbreytingar, sem samkomulagið í kjördæmamálinu hafði í för með sér.
Farnaðist Framsóknarflokknum miður vel í þeirn kosningum, því að bæði
missti hann nokkur þingsæti og atkvæðamagn hans minnkaði, en aftur á
rnóti varð vegur Alþýðuflokksins meiri. Þing kom saman um haustið, og
tókst þá samkomulag milli þessara flokka um málefnagrundvöll og sam-
stöðu um stjórnarmyndun undir forystu Asgeirs Asgeirssonar, en tveir
þingmenn Framsóknarflokksins, Hannes Jónsson og Jón í Stóradal, voru
andstæðir handalaginu. Var lagt hart að Ásgeiri Ásgeirssyni að mynda
nýja stjórn, en hann reyndist ófáanlegur til þess. Hann vildi ekki bregðast
Jreim mönnum, sem með honum höfðu þolað meira súrt en sætt sem ráð-
herrar, meðan frarn var komið því stórmáli, sem hafði verið grundvöllur
stjórnarmyndunar hans. Hann mun og af biturri reynslu vart hafa vænzt
frá sumum mönnum í Framsóknarflokknum fyllstu heilinda gagnvart sér
og hinni lyrirhuguðu stjórn, og loks mun hann varla hafa gengið þess
dulinn, að draga kynni til ótíðinda í flokknum, enda varð þess ekki langt
að híða. Samþykkt var í miðstjórn hans og þingflokki að fela Sigurði
Kristinssyni að mynda stjórn með Aljrýðuflokknum, en Flannes Jónsson og
Jón í Stóradal neituðu að styðja slíka stjórn, og án stuðnings Jreirra skorti
hana Júngmeirihluta. Síðan samjrykkti miðstjórn flokksins brottrekstur
Jressara tveggja þingmanna og því næst þingflokkurinn — gegn meðal annars
eindregnum andmælum hins vinsæla brautryðjanda Tryggva Þórhallssonar,
sem að lokinni atkvæðagreiðslunni kvaddi þingflokkinn og gekk af fundi,
— og síðan nokkrir aðrir Jringmenn.
Nokkru síðar var svo Bændaflokkurinn stofnaður af Tryggva Þór-
hallssyni, hinum hrottreknu þingmönnum og fleiri, senr höfðu verið traustir
fylgismenn Framsóknarflokksins. Ásgeir Ásgeirsson ákvað að taka ekki
Jrátt í stofnun hins nýja llokks, en sagði sig samt úr Framsóknarflokknum.
Hann taldi sig ekki lengur eiga Jrar heima eftir Jrá reynslu, sem hann
hafði hlotið í samskiptum sínum við Jónas Jónsson og nánustu vildarmenn
hans, og nú sá hann fram á það, að völd og áhrif Jónasar mundu verða
meiri í flokknum en nokkru sinni áður. Ilins vegar var því lýst yfir af