Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 173
ANDVAIU
BRÍIF TIL FINNS MAGNÚSSONAR
171
í lirðstjóra Annál 1656 og útlagði Lögbók
vora (Jónsbók) á dönsku.
10, Teitur Torfason Trebonjus, er
sýndi ágæta vörn og breysti mót Svíum
í Khöfn 1660, var lengi Decanus in
Communitate Rcgia, en varð loks ráðs-
maður í Skálholti og drukknaði 1665.
Honum befi eg séð cignaðar 2 latínskar
ritgjörðir. Um cnga þessara Torfa sona
befi eg neitt annað en það bér talda.
Máske 'þeir hafi allir bræður verið. Ei
mun skeð geta þeir hafi verið synir Torfa
Bjarnasonar á Staðarhóli.
11, Sæmundur Árnason, er árið 1660
samdi Töblu yfir ártal heimsins, úr h.
Ritn. og Philone, hverja próf. A. Magnús-
sen jók og umbætti. Eða máske það bafi
heldur gjört A. Magnússon í Bolungavík,
er var annálasmiður. Hvers stands sá Árni
var, er mér óljóst.
Um hina aðra, er mér helzt þykir um
varða að upplýsast, ætla eg reyna til nær
mér að fá uppfræðingu. — Ekki hefi eg
enn nú fengið Gjessings 3. og 4. Del til
láns, og ei veit eg, hvort af því verður.
Þér munduð ei geta með auðveldum
hætti útvegað mér hann til láns í Höfn
um missiris — eða lengst árs ■— tíma,
ef ei fæ hann innanlands? Eg trúi því
naumast, að síðari tveir partar bókarinnar
væru mér síður þénanlegir en þeir 2 fyrri,
úr hverjum eg hcfi mikið saman tínt.
I Ivcrgi hefi cg minnzt sjálfs mín í bók-
inni, scm af nafnalistanum sjáið. Ætti
cg að gjöra það, nær hreinskrifaði? Fleiri
Varúðar reglur væri mér þá og þörf á að
vita, t. d. hvort eg sem oftast cða sjaldnast
skyldi með skýringargreinum vitna til
þeirra rita, er eg hefði fyrir mig að bera.
Með mörgum tilvitnunum verður bókin
stærri, kynni því máske að vera betra í
stuttum formála að minnast þeirra upp-
sprettubrunna yfir höfuð, hvaðan eg ausið
hcfi, en citera þá scm sjaldnast í sjálfri
bókinni, utan hvar þeim ber ei saman.
í annan stað, hvort ei mætti skammstafa
hér og hvar orð til dæmis Kh. fyrir
Kaupmannahöfn, s fyrir sonur aftan við
nafnið sjálft, hundr. eða c fyrir hundrað
(í fasteign) og fleira þess kyns. Það bæði
flýtti fyrir mér að hreinskrifa, sparaði
líka pappír, og kynni að gjöra bókina
fyrir það fáum skildingum ódýrari, cf
prentuð vrði. Um sérhvað hér talið, samt
ýmislegt, er eg á minntist í fyrra bréfi
mínu, vænti eg mér að fá að njóta þeirrar
ánægju að sjá frá yður línu með suður-
landskipum í sumar, lofi guð.
Eftir langan og strangan vetur næstliðið
ár til góuloka hér norðanlands kom ein-
hver hinn blíðasti bati, er hélzt svo að
segja stöðugt við þar til um túnasláttar-
lok, en gras skrælnaði þó af túnum og
harðvelli vegna ofþurrka og hita. Uthey
nýttust hér um norðursveitir víða báglega
vegna úrfella og stórrigninga um engja-
sláttartímann samt snjókomu, er hindraði
fólk lengur eða skemur (á vissum stöðum
Vi mánuð) frá heyverkum. Haustveðrátta
var annars einhver ‘.ú bczta og vetur
hinn blíðasti, er eg til man allt til þessa,
alloftast snjólaus jörð og sjaldan bitur
frost. Nú um þessa daga eru frost í rneðal-
lagi, og frá kyndilmessu snjógangur, cr
þó má mjög lítill heita enn. Stormur af
SA gjörði víða tjón á heyjum og húsum
á jóladaginn, líka fórust ])á skip fáein hér
og hvar. En hvað vil eg vcra að mæða
yður með fréttum, eg veit þér fáið þær
fullkomnari en eg nokkurntíma gæti skrif-
að frá Suðurlandinu, auk þess sem Klaust-
urpósturinn hermir, er þó tekur nú heldur