Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 11
ANDVAHI
ÁSGEin ÁSGEIRSSON
9
einu heyrði Solveig barið í svefnherbergisgólfið, og upp þaut hún. Þá
var fæddur sonur, og í sigurkufli var hann. Varð Solveig ljósa hans, því
að þótt ung væri, gerði hún fljótt og hiklaust eins og frænka hennar lagði
fyrir. Þetta vor har hvítasunnuna upp á 13. maí. Solveig Einarsdóttir
giftist síðar Bjarna fónssyni frá Unnarholti, bankastjóra á Akureyri. Hún
sagði Asgeiri frænda sínum, þegar fundum þeirra har saman, að það
hefði glatt hana mikið, þá er hún hefði innt af hendi ljósmóðurstörfin
í Kóranesi, að hann skyldi vera fæddur í sigurkufli og auk þess á sjálfan
hvítasunnudaginn, — því að þetta hvort tveggja hlaut að hoða honum
lífsgæfu.
Ásgeir var sonur Ásgeirs verzlunarstjóra í Kóranesi, Eyþórssonar,
kaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík, Felixsonar, síðast hónda á
Neðri Brunná í Saurbæ, en Sveinn faðir hans hjó í Galtarnesi í Víði-
dal. Hann var Sveinsson, Jónssonar, hónda norður í Húnavatnssýslu,
en sá Sveinn varð vefari við Innréttingarnar í Reykjavík og fyrsti nætur-
vörður þar. Kona Sveins í Galtarnesi og móðir Felix var Þórey Egils-
dóttir, Jónssonar, hónda á Valdalæk í Húnavatnssýslu og á Stóru-Borg,
en hans kona var Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundssonar á Stóru-Borg,
Þorlákssonar á sama stað, Þórðarsonar á Marðarnúpi í Vatnsdal, en Þórð-
ur var bróðursonur Guðbrands hiskups Þorlákssonar á Hólum. Móðir
Eyþórs kaupmanns var Herdís Olafsdóttir, Jónssonar hónda í Keflavík
undir Jökli, Jónssonar í Múla í Saurbæ. Eyþór Felixson var þríkvæntur,
og var rnóðir Ásgeirs sonar hans Kristín, dóttir séra Gríms á Helgafelli, Páls-
sonar, prests á Ofanleiti í Vestmannaeyjum, Magnússonar, sem kominn
var af séra Jóni Þorsteinssyni píslarvotti. Séra Grímur var tvíkvæntur, og
var seinni kona hans Þórunn, móðir Kristínar ömmu Ásgeirs Ásgeirssonar,
dóttir séra Ásgríms Hellnaprests, en hann var sonur \7igfúsar spítalahaldara
á Hallbjarnareyri, stúdents og rímnaskálds, Helgasonar. Voru þessir menn
miklir fyrir sér, enda komnir af Lofti ríka. Kona séra Ásgríms var Sigríður,
dóttir Ásgeirs prófasts á Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar prests á sama stað,
Pálssonar. Llm séra Ásgeir segir Páll Eggert Ólason: „Hann var maður
höfðinglegur og fríður sýnum, skörungur mikill og búmaður, en allmjög
drykkfelldur.“
Föðurafi Ásgeirs Ásgeirssonar, Eyþór Felixson, var fæddur í Þurra-
nesi í Saurbæ í Dalasýslu 20. maí 1830. Ilann ólst upp hjá föður sínum