Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 90
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
menn svo sem: St. St. Blicher, Ingemann og höfuðskáldið Grundtvig. Ludvig
Lleiberg og H. C. Andersen voru líka komnir fram á sviðið, en frægð þeirra
átti eftir að aukast.
Sízt má gleymast, að Sören Kierkegaard gaf út merkustu rit sín — t. d.
Enten—Hller — meðan Jónas var á Hafnarslóðum.
Ekki verður bent á óræk dæmi þess, að áðurnefndir menn liafi haft trúarleg
áhrif á Jónas Llallgrímsson. Samt eru allsterkar líkur til, að kynning hans við
Ingemann, sem lengi var lektor í Sor0, bafi ekki látið hann ósnortinn á þessu sviði.
Þeim var ýmislegt sameiginlegt. Báðir mikil ljúfmenni. Báðir með undranæmt
auga og eyra fyrir því, sem fagurt var og blítt. Báðir sólarskáld.
Það er vart tilviljun, heldur sakir áhrifa Ingemanns, að Jónas kveður í
julesang for börn:
Men julens stille stjerne, og smiler fra det fjeme
den staar i dette sky, henover land og by.
Þess er skylt að geta, að Jónas kynnti sér á þessum árum erlend skáldrit
eftir föngum, einkum þýzk. Og það er vissulega eftirtektarvert, hve tiltölu-
lega margar þýðingar bans eru trúarlegs efni: Lofsöngur eftir Frimann, Fest-
ingin víða, hrein og há eftir Addison, Alheimsvíðáttan og Dagrúnarharmur
eftir Schiller, — og Arngerðarljóð eftir P. L. Móller.
Hins vegar deilir hann óbeinlínis á trúleysi þeirra Llegels og Feuerbachs
með því að yrkja háðkvæði í anda þeirra. Er þar átt við Hugnun og Nihilismi.
Jónas nefnir aldrei þríeinan Guð, nema á einum stð í kvæðinu Sólhvörf:
Eilífur Guð mig ali/einn og þrennur dag þennan.
Reyndin er sú, að þrenningarlærdómurinn hefur löngum verið viður-
kenndur hérlendis, án þess að hann hafi verið hugstæður öllum fjöldanum.
Hins vegar er það vafalaust, að fá eða engin veraldleg skáld nefna Guð tiltölu-
lega jafnoft, hvað þá heldur oftar en Jónas í ljóðum sínum.
Fornnorrænt heiti Oðins: alfaðir, notar Jónas í kristilegri merkingu:
Þá sá alfaðir, grát í auga
sem öllu stýrir, ins einmana.
Tæpast verður ástríki Guðs og umhyggju lýst betur né fegur en í lok eftir-
mælanna eftir séra Þorstein Helgason, sem tók hugsýki og drukknaði í Reykja-
dalsá:
Guð er á himnum heima faðir
og hrelldra barna, hvað sem
veldur!
Særði bróðir siginn í værðir,
hann sá þig glöggt und ísi bláum