Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 75
ANDVAHI ÁTRÚNAÐllR JÓNASAR OG RJARNA 73 mic5i, virðist hver þeirra hafa lifað í ólíkum heimi, einkum Bjarni og Grímur. Jónas er meira á tímamótum og getur því frekar rétt hendi til hvors hinna. Rétt er að benda á, að Bjarni fæddist árið 1786, en Grímur andaðist ekki fyrr en 1896. Á tímaskeiði fyrrnefndra skálda komu margs konar andleg grös til sögunnar hérlendis. Nefna má Mynstershugleiðingar, Árnapostillu, Pétursliugleiðingar og loks rit þýzku nýguðfræðinganna. Ef trúarhugmyndir Bjarna, Jónasar og Gríms reynast þó við nána athugun vera þær sömu í meginatriðum, má það teljast alllvel rökstutt, að grundvöllur kristinnar kirkju sé jafnan hinn sami og trúarlíf safnaðanna af líkurn toga spunnið, hvað sem deilum guðfræðing- anna líður, eða þrátt fyrir þær. Og trúi Bjarni Thorarensen svipuðu á dögum hugsvifastefnunnar við endalok upplýsingarinnar og Grímur Thomsen á sigur- dögum Darwins og í upphafi raunsæisstefnunnar, bendir það sterklega til þess, að trú og vísindi hafi ekki tortímandi áhrif hvort á annað, en geti staðizt hlið við hlið og beint og óbeint eflt hvort annað. Ég sný mér nú að trúarhugmyndum Bjarna og Jónasar. Rúmsins vegna verður Grímur að sitja á hakanum. Og eitt er sérstaklega nauðsvnlegt að hafa vel í huga. Það, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr miklu lengra máli, þar sem efnið er miklu nánar rakið og stutt langtum fleiri dæmum. Hér er fyrst rætt um trúarskoðanir Bjarna Thorarensens og þá talið full- víst, að lesendum séu kunn æviatriði hans. En nánar verður að geta þess andrúms- lofts, sem um hann lék. Bjarni Thorarensen var alinn upp á þeim tímum, er Magnús Stephen- sen stritaðist rnest við að bera ljós upplýsingarinnar í bæinn hérlendis. Lind hennar kom upp á Englandi í heimspekitúni þeirra Locke og Elobbes. Síðar varð hún að stríðri elfi vegna þeirra kvísla, er franski heimspekingurinn Voltaire og alfræðingarnir Diderot og hans sálufélagar veittu í hana. En mest varð flóð hennar eftir að hún hafði flætt til Þýzkalands og verið mögnuð af Leibnitz, Thomasiusi og Wolff. Þaðan rann hún til Norðurlanda....... Það var ætlun upphafs- og forvígismanna þessarar stefnu, að ljós skyn- seminnar og raunvísindanna, sem hún má kallast rnóðir að, skyldi upplýsa al- menning um alla skapaða hluti, svo að honum kæmi lífið að sem mestum og heztum notum. Mcnn höfðu óbilandi trú á, að skynseminni væri unnt að leysa allar gátur, og langmest væri vert um þau hyggindi, sem í hag koma. Viðhorfin til kirkju og kristni voru mjög með tvennum hætti. Á öðru leitinu voru hinir svonefndu „deistar". þeir héldu trúnni á Guð sem skaparann. Þó höfnuðu þeir öllu yfirnáttúrlegu og mótmæltu allri opinberun, en lögðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.