Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 33
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
31
framkoma öfluðu honum vinsælda kennara sinna, og með lionum og
ýmsum skólafélögum hans tókst órofa vinátta. Af kennurum sínum rómaði
hann einkanlega Sigurð P. Sivertsen, þá dósent, og Harald prófessor
Níelsson. Sivertsen hafði verið prestur á Hofi í Vopnafirði við mikinn
orðstír sem sálusorgari sóknarbarna sinna. Hann kenndi i guðfræðideild-
inni kristilega siðfræði og kennimannlega guðfræði, sem hvort tveggja
laut að prestsþjónustu að loknu námi. Hafði Ásgeir einkanlega orð á
því, hve mikils virði það hefði verið sér og öðrum sjálfstætt hugsandi
nemendum, að mánaðarlega hélt Sivertsen fundi með þeim á heimili sínu,
þar sem rætt var af hreinskilni um vandamál presta, kirkju og kristni.
Asgeir kvað Sivertsen hafa verið mjög lærðan guðfræðing, góðan fræðara
og einstakt valmenni. Haraldur Níelsson var og hálærður guðfræðingur,
mótaður mjög af brezkum áhrifum. Hann kenndi Gamlatestamentisfræði
af víðtækri þekkingu og frábærri rökvísi og skýrleik. Svo sem þjóðkunnugt
er, var hann mikill eldhugi og sannfærður um gildi sálarrannsókna til mann-
og menningarbóta, og sem ræðumaður þótti hann öllum samtíðarmönnum
sínum fremri. Ásgeir Ásgeirsson hafði meðal annars þessi orð um kennslu
hans og áhrif í guðfræðideildinni: „Kennsla hans var lifandi og áhrifa-
niikil. Sérstaklega minnist ég biblíuskýringa hans í sambandi við frá-
sagnir guðspjallanna og Pálsbréfanna um upprisu Krists.“ Á námsárum
Asgeirs í menntaskóla og háskóla voru uppi með þjóðinni illvígar deilur
um trúmál, og tóku lærðir sem leikir þátt i þeim. En jafnt samkvæmt
skynsemi sinni sem beinlínis eðlislægri trú á guðlegan uppruna og hand-
leiðslu gróðrarafla tilverunnar var Ásgeir ávallt víðsýnn í trúmálum, taldi
það mikla og afdrifaríka mannfélagsmeinsemd að láta sérkreddur koma
1 ve§ fyrir samstarf guðstrúarmanna til almennra þjóðfélagsáhrifa í anda
þess bezta og göfugasta, sem mönnunum hefði verið opinherað og tekizt
að höndla. Þessi viðhorf sín skýrði Ásgeir í hinni nokkuð hvassyrtu, en
mjög vel rituðu og rökföstu bók, Kver og kirkja, sem út kom 1925, en þá
hafði hann í sjö ár verið kennari íslenzkra kennaraefna og meðal annars
kennt þeim kirkjusögu. Veit sá, er þetta ritar, að þau viðhorf hans voru
um allt, sem máli skiptir, óbreytt til hins síðasta.
Þó að Ásgeir gerði námi sínu góð skil á vetrum, var það fleira og
ekki síður þroskavænlegt, sem hann sinnti. Idann las íslenzkar bók-
menntir gamlar og nýjar, erlend fræði og úrvalsskáldrit. Allt frá því að hann