Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 152
150
ÞÓRÐUR JÓNSSON
ANDVARI
kennandi hún er fyrir sálfræðikenningar. Ókleift er að sanna liana, og jafn-
óldeift er að afsanna hana. Vér getum aldrei skorið úr um, hvað gerist í huga
annarra, og vér getum ekkert sagt um það, sem er oss ómeðvitað líkt og hin
ósjálfráða eftirlíking. Á þessurn forsendum ættum vér raunar að vísa kenning-
unni frá sem óvísindalegri. Hún er ekki hóti skárri en kenningar Freuds. Ljóst
er samt, að sannleikskorn er í kenningunni. Rökstuðningurinn sýnir það ótví-
rætt. Flins vegar er ekki unnt að líta það sem sönnun, þó að nokkur dæmi um
réttmæti kenningarinnar séu nefnd. Þótt vér tilgreinum tíu eða fimmtán daga,
sem rigning hefur verið, höfum vér eigi fært sönnur á, að ætíð rigni. Segjurn
svo, að ég sjái bófa á síðkvöldi hrifsa tösku af gamalli konu. Vaknar í mér
tilhneiging til sams konar verknaðar? Nei, einmitt gagnstæð tilhneiging vaknar.
Engin ástæða er til að ætla, að einhver ómeðvituð, hulin tilhneiging til eftir-
líkingar komi upp. Hví skyldum vér gera ráð fyrir tilvist tilhneigingar, er vér
skynjum eigi?
í næsta kafla, hinum þrettánda, ræðir Guðmundur nokkrar afleiðingar
kenningar sinnar. Leitazt er við að svara eftirfarandi spurningum:
„Hvernig birtist oss sálarlíf manna í svip þeirra og svipbrigðum, í
látæði þeirra, limaburði og rödd þeirra? Hvernig birtist oss einstakl-
ingseðli manna í framkomu þeirra?" (202. bls.).
Guðmundur segir skilning vorn á sálarlífi náungans hliðstæðan skilningi
vorum á svipbrigðum, er vér geturn lesið út úr mannsandlitum í klettum eða
kroti á pappír. Skilningurinn er sem sé ekki háður því, hvort eitthvert sálar-
líf á sér stað utan vors eigin huga. Líkar mér það allvel.
Sum svipbrigði eru oft fyrirhoði ákveðinna athafna. Reiðin er fyrirboði
illyrða eða einhverra óþægilegra atlota. Á 204. hls. segir:
„Og vér köllum það oft að skilja svipbrigði, þegar vér af þeim
geturn ráðið, hvaða athafnir séu í aðsigi."
Þessi skilningur er fólginn í reynsluþekkingu, á sama hátt og árniður er fyrir-
boði vatnsfalls. Guðmundur rekur dæmisögu eftir þýzka heimspekinginn Gustav
Fechner um barn, sem er alið upp við, að menn yggli sig, þegar þeir eru
glaðir, en brosi, þegar þeir eru reiðir. Reynsluþekkingin kennir barninu með
tímanum, að þessi tvö sviphrigði hafa gagnstæða merkingu við það, er vér eigum
að venjast. „Og það er auðsætt, að gera mætti hvaða látbrigði sem er að tákni
hvaða hlutar sem vill“ (208. hls.). Mismunandi tákn geta merkt hið sarna. Bezta
dæmið eru hin ólíku tungumál mannanna. Guðmundur leggur áherzlu á, að
merking tákna „. . . . er alltaf eitthvað, sem liggur fyrir utan táknið sjálft . . . .“
\