Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 99
ANDVARI
ÁTRÚNAÐUR JÓNASAR OG BJARNA
97
Skjótt hefir sól brugðið sumri,
því séð hef eg fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri ....
Skýringin á þessari sólbirtu í sorgarmyrkrinu er í 4. erindinu:
Glaðir skulum allir að öllu
til átthaga vorra
horfa, er héðan sá hverfur
oss hjarta stóð nærri.
Veit ég, er heimtir sér hetju
úr harki veraldar
foringinn tignar, því fagna
fylkingar himna.
Enn þyngri varð harmur Jónasar, er hann frétti lát séra Tómasar Sæmunds-
sonar, og þeim mun meiri sigur vann þá trú hans:
„Dáinn, horfinn!" - harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geirnur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
Idér er harpan slegin! Það er sem orð postulans ómi undir: Dauði, hvar er
sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? Guði séu þakkir, sem gefur oss sigur-
inn fyrir drottin vorn Jesúm Krist.“
Hámark hinnar hjörtu eilífðartrúar birtist samt í þessum Ijóðlínum:
Sú er hin mikla blessun bezt en munninn fylla’ og sínu gegna,
allra þeirra’, er meira megna að þegar þeir deyja, þá er hún mest.
„Stríð er starf vort í stundarheimi." Tilætlunin er sú, að vér húum oss hér
sem hezt undir lífið handan heimsmæranna. „Þá er nóg lifað, ef vel er lifaö," eins
°g gleggst sést á þessum spakmælum í eftirmælunum eftir séra Stefán Pálsson:
Elvað er skammlífi?
Skortur lífsnautnar,
svartrar svefnhettu
síruglað mók.
Oft dó áttræður
og aldrei hafði
tvítugs manns
fyrir tær stigið.
Ilvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
nteira hefir lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
Þess sér hvergi vott, að Jónas trúi á upprisu holdsins á efsta degi. Iditt dregur
hann ekki dul á, að hann sé þess fulltrúa, að menn gangi þegar í andlátinu um
hinar dimmu dyr inn í ljósheima:
7