Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 192
190
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
áformi: að hreinskrifa annað og auka það
á ýmsum stöðum. Eg var búinn í vetur um
jól með rúman helming þess, cn hlaut þá
að hætta vegna pappírsleysis, og þar við
situr enn.
Llm ástand kammcrjúnks Iloppe væri
mér annars kært að frétta, af hverju eg
ekkert frétt hefi síðan hann fór héðan af
landi.
Llm árferði það, er Skírnir telur hér á
landi á bls. 60, skipti í síðustu viku sum-
ars, eða þó fyrri, nl. þann 14. október,
þá snjóhríð gjörði víða með hafróti og
ofsastormi, er braut skip og drap víða
sauðfé manna norðan og vestan lands,
þó mest í ísafjarðarsýslu. Frá þeim degi
varð líka haglaust fyrir útigangspening
í ýmsum sveitum, og yfir höfuð var vetur
mjög þungur víða vestan- og hvarvctna
norðanlands, en vorið þó enn þungbærara
með sífelldum kuldum og frostum og
hafíshroða hrakningi fyrir landi, er haml-
aði skipakomu á okkar höfn lengi sum-
ars. Peningshöld urðu víða mjög bág, og
gagnsmunir af málnytju í sumar í rýrara
lagi. Þó ber minna á þessu á syðri hluta
Vestfjarða, og líka fyrir norðan Yxna-
dalshciði. Á Jónsmessu sjálfa skipti um
veðráttu. Þá linnti kuldastormum og frost-
um, og hafa síðan gengið góðviðri. En
jörð tók sig ekki eftir svo langsama kulda,
er því grasvöxtur víðast rnjög rýr, en nýt-
ing betri enn sem komið er.
Kvef og landfarsótt kom upp hér í
landi urn það leyti prinsinn var hér ný-
kominn. Færðist hún fljótt yfir að sunn-
an austur og vestur, og loks norður hingað
og er nú að færast norður eftir. Er hún
manngjörn hvarvetna, þar flestir veikjast
meira eður minna, en yfir höfuð má
hana ekki mannskæða kalla, því þó í sum-
um prcstaköllum hafi dáið frá 10-20 eða
máske í einstöku stöðum nokkuð fleiri,
hafa þó sumstaðar ekki dáið utan 2-3
og víða enginn. Af nafnkenndum hafa
þessir dáið á árinu, sem eg tilspurt hefi,
bæði áður og eftir að sóttin kom: 1.
Cansellieráð Þ. Björnsen sýslumaður í
Þingeyjarsýslu, 11. febrúar. 2. Cammerráð
G. Briem sýslumaður í Vaðlasýslu, 17.
febrúar. 3. Vigfús Scheving á Flellum,
höfundur nýju passíusálmanna. 4. Torfi
prófastur Jónsson á Breiðabólstað. 5.
Stephan prestur Þorsteinsson á Núpi. 6.
Mad. Jórunn á Brekku á Álftanesi. 7.
Mad. Jórunn Þorsteinsdóttir á Auðkúlu,
ekkja Jóns prófasts Jónssonar. 8. Mad.
Halldóra Jónsdóttir, móðir sýslumanns
Blöndals, 13. júlí. 9. Mad. Gróa Oddsdótt-
ir, kona Jóns prests Fljaltalíns. 10. Mad.
Guðrún Bjarnadóttir, kona Páls prests
Bjarnasonar á Undirfelli, 21. júlí. 11. Frú
Guðný kona stiftsprófasts Á. Flelgasonar í
Görðum. 12. Arni Vídalín, þann 5. júlí.
13. Margrét Bjarnardóttir prests frá Ból-
staðarhlíð, er fyrrum var gift Arnóri
kapelláni Árnasyni biskups, en nú var
bóndakona. 14. Ragnheiður B[jarna]-
d[óttir], kona adjunkts B. Gunnlaugs-
sens.
Eg var að velta fyrir mér í huga mínum,
hvort cg ætti að senda yður skræðu, er mér
nýlcga innhenzt hefir, hún er í blöðum,
en má þó lesa hana víðast, og hefir
inni að halda andlega sálma og kvæði
ýmsra guðhræddra skálda, t. d. Jóns
prests Þorsteinssonar í Vestmannaeyjum,
Stefáns prófasts Ólafssonar og fleiri. Réði
eg það af að senda hana ekki að sinni,
unz vita fengi, hvort yður þóknaðist, að
eg skyldi gjöra það, og skal þá skræðan
vera yður velkomin síðar, ef báðir lifum.