Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 35
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
33
í guðfræði, og ennfremur hugðist hann kynna sér skólamál, því að hann
taldi það ennþá vera hlutverk íslenzkra presta að hafa forystu unr fræðslu,
eftir því sem við yrði komið.
Hann hafði ákveðið að staðnæmast fyrst alllengi í Kaupmannahöfn,
og þar var honurn engan veginn í kot vísað. Þar bjuggu sem áður segir
tvær móðursystur hans, Guðrún og Sigríður. Guðrún var næstelzt allra
harna Matthíasar Markússonar í Holti og var hætt sem forstöðukona stórrar
saumastofu, en ern svo vel, að yfir henni var aðsópsmikil reisn. Hún leigði
þægilega íhúð í Smallegade og bauð Asgeiri að húa hjá sér, meðan hann
lysti. Sigríður var enn ráðskona hins ágæta manns, Haralds prófessors
Krabbe, og var þar vel virt. Á því heimili kynntist Ásgeir ekki einungis
húsbóndanum, heldur líka Jóni Krabbe, syni hans, sem reyndist Islandi
ómetanlegur maður í sjálfstæðisbaráttunni og í utanríkismálum. Ásgeir
hitti þar á hverjum sunnudegi tvo aðra sonu Haralds prófessors. Var
annar þeirra prófessor í lögum, en hinn í læknisfræði, en svo sem kunnugt
er, var fjórði bróðirinn Thorvald Krabbe, sem var í meira en þrjá áratugi
vitamálastjóri íslendinga. Datt Ásgeiri stundum í hug við sunnudags-
borðið, að gáfulegur og virðulegur hefði sjálfstæðiskempunni Jóni ritstjór'a
Guðmundssyni þótt hópurinn, tengdasonurinn og dóttursynirnir þrír, ef
hann hefði mátt augum á hann renna.
Ásgeir hlýddi á fyrirlestra í guðfræðideikl Hafnarháskóla og hafði
hugsað gott til að hlýða á þá hálærðu menn, sem þar fræddu um kristni og
kirkju. En hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Kristileg siðfræði varð
óskiljanleg þvæla, Nýjatestamentisfræðin gagnsýrð af úreltri innrimiss-
sjónstrúfræði, en um Gamlatestamentisfræðin var fjallað af mjög lærðum
og gáfuðum kennara, sem fróðlegt var á að hlýða, og kirkjusögu kenndi
ljúfur maður og allvíðsýnn. En yfirleitt fannst Ásgeiri andrúmsloftið í
guðfræðideildinni síður en svo við sitt hæfi, og hugsaði hann oft með
þakklátssemi til lærifeðra sinni í Háskóla íslands, sem átti sér þó ekki Jrak
yfir höfuðið. Ásgeir fækkaði svo komum sínum í guðfræðideildina dönsku,
en sótti kirkju eins olt og hann átti Jiess kost og bar dönsku klerkana saman
við íslenzka. Þeir dönsku töluðu hlaðlaust og flestir áheyrilega, en sjaldan
virtist Asgeiri nokkuð prenthæft í ræðum þeirra. Þó var ein undantekning.
Það var æskulýðsklerkurinn Olfert Richard, sem var sannmælskur, flutti
3