Andvari - 01.01.1973, Blaðsíða 19
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
17
á því leikiÖ, að árin í Straumfirði hafa átt drjúgan þátt í að móta skapgerð
hans, húgðarefni og viðhorf. Sjá má glögglega á áðurnefndri grein hans
um móður sína, að hún hefur kostað kapps um að stuðla á óvenjulega
ríkan og að sumu sérstæðan hátt að jafnt líkamlegri sem andlegri heilbrigði
og þroska barna sinna. Til þess að herða þau og venja þau nokkru vosi
lét hún þau ganga berfætt á sumrin og fékkst ekkert um, þótt þetta þætti
einkennilegt og jafnvel harðhnjóskulegt. Hún lét þau valsa í pollum út-
firisins og í sjónurn eins og hún taldi framast óhætt, leyfði þeim að klífa
kletta með varygð, en fékkst ekki um, þó að þau hlytu við og við byltur og
skrámur við slíka iðkan. Hún notaði örnefnin á Mýrunum úr Eglu til
þess að vekja athygli barnanna á hreystiverkum fornmanna og dug þeirra
og framtaki til karlmannlegra dáða. Þau léku sér auðvitað mikið á hinu
mikla útfiri, og hún kenndi þeim að varast það, hve skyndilega féll að,
en á fjörunum er margvíslegt dýralíf, sem hún kynnti þeim eftir því
sem þekking hennar leyfði. Hún fór með þeim um graslendi og kenndi
þeinr að þekkja grös og blómjurtir og fræddi þau um gildi gróðrarins
fyrir allt líf, og gat Ásgeir þess, að Ragnar bróðir hans, sem var tæpu ári
yngri, hefði þar reynzt eldri bróðurnum gleggri og áhugasamari, svo að
segja má, að þar hafi sannazt, að krókurinn beygist snemma til þess, sem
verða vill. Faðirinn var börnum sínum góður og ástríkur, og var hann fús
til að fræða þau um sitthvað, þegar tóm gafst til, og minntist Ásgeir þess,
að stundum fóru þau hjón saman í berjamó með elztu börnin á land upp
og voru þá samhuga urn að vekja athygli þeirra á ýmsu, sem var þeirn nýtt.
Þau fóru og með þeirn til tínslu kríueggja, og þá var tækifærið notað til
að fræða þau um ekki aðeins þennan fagra og um sitthvað sérstæða fugl,
heldur og yfirleitt um hið morandi líf hinna fjölmörgu fuglategunda, sem
höfðust þarna við á láði og legi. Samhent voru þau Ásgeir og Jensína
Björg um gestrisni og greiðasemi, og á heimili þeirra kynntist Ásgeir fjölda
karla og kvenna, eldri og yngri, og oft hlýddi hann á tal þeirra um daginn
°g veginn, veðurfar, veiðar, húskap til lands og sjávar og bjargræðishorfur,
einnig stundum einkamál, sem þessir rnenn munu ekki hafa flíkað við einn
og annan. Varð hann ekki annars vís en að allt þetta fólk, senr bjó við
misjafna hagi, en kappkostaði sjálfsbjörg af fyllstu getu, væri sérlega vandað,
en ætti sér nokkurn sérleik í framkomu, orðfæri op t'iðbriaðum við hinunr
ýnrsu aðstæðunr og erfiðleikunr lífsins, heima og heiman. Og stundum
2